Velkomin í
Kerhólsskóla
Kerhólsskóli er framúrskarandi skóli sem tryggir nemendum umhverfi þar sem nám og þroski fá forgang. Skólinn býður upp á fjölbreytta fræðslu og sköpunargáfu, með áherslu á að efla sjálfstæði og félagsfærni allra nemenda. Hér blómstra draumar og hæfileikar!
Gott að hafa í huga
- Svefn- Góður svefn er mikilvægur fyrir heilsu og líðan okkar allra. Því er mikilvægt að huga vel að svefni barna og heilbrigðum svefnvenjum. Góður svefn einkennist af því að barnið sofnar fljótlega eftir að það er komið í rúmið, sefur vel yfir nóttina án þess að vakna, á auðvelt með að fara á fætur á morgnana og er ekki þreytt yfir daginn. 
- Útivistartími- 1. sept. til 1. maí - 12 ára börn og yngri mega lengst vera úti til kl. 20 - 13 - 16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 22 
- Örugg netnotkun- SAFT - Netöryggismiðstöð Íslands er vakningarátak um örugga tækni- og miðlanotkun á Íslandi. Á vef SAFT er að finna heilræði fyrir foreldra og leiðbeiningar um örugga netnotkun barna. 
- Lestrarstefna- Heimalestur í 15 mínútur í senn að minnsta kosti 5 sinnum í viku. 
- Klæðnaður- Kerhólsskóli er útinámsskóli auk þess sem nemendur fara daglega út í frímínútur. Nemendur þurfa því að vera klæddir til útiveru í samræmi við veður hverju sinni. 
- Heilsa og hamingja barna- Heilsa og hamingja barna skipti okkur miklu máli. Á heilsuveru má finna góðar upplýsingar um það hvernig við getum stutt við líðan þeirra með ýmsum leiðum, s.s. samskiptum, samveru og leiðum í uppeldinu. 














