Félagsmiðstöð

Félagsmiðstöðin Zetor

Félagsmiðstöðin er vettvangur fyrir unglinga í 8.-10. bekk til að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman. Það er opið í hús í félagsmiðstöðinni á fimmtudögum og þar geta unglingarnir mætt og fá tækifæri til að efla félagsfærni sína og fræðast um ýmsa hluti.


Félagsmiðstöðin Zetor er flakkari sem flakkar á milli Borgar, Laugarvatns og Reykholts þannig að opið er þriðju hverju viku á hverjum stað.

Þar að auki tekur félagsmiðstöðin þátt í viðburðum á vegum félagsmiðstöðva á suðurlandi og Samfés (samtök félagsmiðstöðva á Íslandi).


Félagsmiðstöðin er með facebook hóp fyrir þátttakendur og foreldra.


Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar veturinn 2024-2025 eru:

Ragnheiður Hilmarsdóttir  - forstöðumaður

Hörður Óli Guðmundsson

Þórhildur Lilja Þórarinsdóttir

Óttar Guðlaugsson - heilsu- og tómstundafulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps


Starfsskrá frístundastarfs í Grímsnes- og Grafningshreppi