Skólaakstur 2024-2025

Þrír bílstjórar sjá um skólaaksturinn 2024-2025

Björn Kristinn Pálmarsson netfang: borg805@outlook.com s: 869-1855

Veiga Dögg Magnúsdóttir netfang: borg805@outlook.com s: 869-8845

Guðmundur Jóhannesson netfang: klausturholar@gmail.com s: 868-4115

Skólabílareglur

Mikilvægt er að nemendur séu stundvísir og ávallt tilbúnir þegar skólabíllinn kemur í bæjarhlaðið.

Forráðamenn þurfa að skipuleggja heimsóknir á milli nemenda daginn áður en þær fara fram og láta skólabílstjóra vita.


  1. Nemendur bjóði góðan dag þegar þeir koma í bíl að morgni.
  2. Nemendur gangi þrifalega um bílana og sitji rétt í sætum til að hindra ekki umgang þeirra sem koma inn í bílinn og þeirra sem fara út.
  3. Nemendur mega ekki drekka eða borða í skólabílunum.
  4. Nemendur sitji kyrrir í sætum og með öryggisbeltin spennt á meðan á akstri stendur.
  5. Hávaði, stríðni og slagsmál eiga ekki heima í skólabílum.
  6. Nemendur gangi ekki að skólabíl fyrr en bílstjóri hefur stöðvað og lagt bílnum. Þegar komið er að skóla eða heimili eiga þeir að sitja í sætum með beltin spennt þar til bíll hefur stöðvast.
  7. Ef nemendur fara ekki með skólabílnum að morgni eða heim úr skóla vegna veikinda eða annarra ástæðna verða foreldrar að láta skólabílstjórana vita og einnig koma þeim upplýsingum til ritara.
  8. Ef nemendur leita eftir að fá að fara heim með öðrum nemendum, þurfa foreldrar að hafa samráð við skólabílstjóra með því að hringja eða senda SMS og kanna hvort laust sæti er í viðkomandi skólabíl, áður en barni er gefið leyfi.
  9. Ekki er í boði að vera með síma í skólabílum samanber það að Kerhólsskóli er símalaus skóli.