Í Grímsnes- og Grafningshreppi er frístundaklúbbur fyrir börn á miðstigi grunnskólans starfræktur einu sinni í viku á Borg.
Hlutverk frístundaklúbbsins er að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jaföldrum í öruggu umhverfi auk þess að bjóða upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntagildi.
Frístundaklúbburinn fer fram á miðvikudögum kl. 14:10-16:00.
Starfsmenn frístundaklúbbsins veturinn 2024-2025 eru:
Óttar Guðlaugsson - heilsu- og tómstundafulltrúi Grímsnes- og Grafningshrepps.
Embla Ósk Draumland Ásgeirsdóttir
Starfsskrá frístundastarfs í Grímsnes- og Grafningshreppi