Unnið er með hugmyndafræðina flæði í leikskóladeildinni. Þar er lögð áhersla á að hafa sveiganleika í skipulaginu þar sem börnin hafa val um það sem þau gera hverju sinni án mikilla tímatakmarkana. Með því skapast tækifæri fyrir börnin að efla sitt áhugasvið. Við þær aðstæður komast börnin í flæði.
Samkvæmt grunnskólalögum skal starfa nemendafélag við hvern grunnskóla. Nemendafélagið skal m.a. vinna að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda.
Unglingar í Kerhólsskóla vinna saman að þeim málum sem heyra undir nemendafélagið.