Í Kerhólsskóla er lögð áhersla á að öllum líði vel og sýni vináttu og virðingu. Góður starfsandi og vinnusemi eru mikilsverðir þættir til að skólastarfið gangi vel fyrir sig. Öllum ber að temja sér prúðmannlega framkomu bæði í leik og starfi, jafnt innan skóla sem utan og ganga snyrtilega um. Valdi nemandi skemmdum á skóla eða munum hans, ber honum að bæta tjónið verði þess krafist af skólastjórnendum.
Skólareglur Kerhólsskóla eru endurskoðaðar á hverju hausti af börnum og starfsmönnum.
Ef óheimil notkun eða truflun verður af síma fær nemandi eina áminningu, ef hann notar símann aftur í leyfisleysi starfsmanna er síminn gerður upptækur og afhendist hjá skólastjóra í lok skóladags. Við endurtekin brot verða skólastjórnendur að kalla nemanda og foreldra á fund. Komi nemandi með snjalltæki í skólann er það ekki á ábyrgð skólans, heldur á ábyrgð eiganda/forráðamanna.