Gildin okkar
Gildi Kerhólsskóla eru gleði, jákvæðni og virðing.
Við finnum gleðina í því sem við tökum okkur fyrir hendur dags daglega. Skólastarfið er stór hluti af lífi nemenda og því mikilvægt að lögð sé áhersla á lífs- og starfsgleði í námi og leik. Góð líðan, öryggi og virk þátttaka allra eru forsendur þess.
Þegar við mætum verkefnum okkar með jákvæðu hugarfari stuðlum við að betri líðan og okkur gengur betur að leika og starfa saman. Jákvæðni hjálpar okkur að takast á við áskoranir og erfið verkefni.
Við sýnum sjálfum okkur virðingu með því að koma vel fram við líkama og sál; hvílast, nærast, hreyfa okkur, leita aðstoðar og með því að gera ekki of miklar kröfur á okkur sjálf.
Við sýnum öðrum virðingu með því að koma vel fram við aðra, virða rétt þeirra og hlusta á skoðanir og sjónarmið annarra.
Við sýnum umhverfinu virðingu með því að ganga vel um umhverfið, innandyra sem utan og fara vel með eigur skólans og annarra.
Verkefnavinna nemenda á miðstigi
Verkefnavinna nemenda í náttúrugreinum á unglingastigi
Gert er ráð fyrir að umsjónarkennari haldi bekkjarfundi reglulega þar sem rædd eru þau málefni sem snerta bekkinn og starfið innan hans.
Ýmsar nemendaferðir eru farnar með Kerhólsskóla.
Í leikskóladeild er farið í styttri ferðir en eftir því sem líður á skólagönguna verða ferðirnar stundum lengri og meira krefjandi.
Samkvæmt grunnskólalögum skal starfa nemendafélag við hvern grunnskóla. Nemendafélagið skal m.a. vinna að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda.
Unglingar í Kerhólsskóla vinna saman að þeim málum sem heyra undir nemendafélagið.
Félagsmiðstöðin er Zetor er starfrækt í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð. Félagsmiðstöðin er opin á fimmtudagskvöldum kl. 19:30-22:00 og flakkar á milli þess að vera á Borg, á Laugarvatni og í Reykholti.
Hlutverk félagsmiðstöðvarinnar er að bjóða upp á frístundastarf með forvarnar- , uppeldis- og menntunargildi og að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi.
Frístundaklúbbur er starfræktur á Borg. Frístundaklúbburinn er opin á miðvikudögum kl. 14:10-16:00.
Hlutverk frístundaklúbbsins er að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jaföldrum í öruggu umhverfi auk þess að bjóða upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntagildi.