Lubbi finnur málbein er efni sem hugsað er til málörvunar og hljóðanáms auk þess að það nýtist börnum sem eru að læra íslensku sem annað mál, heyrnarskertum börnum og börnum með kuðungsígræðslu.
Lubbi er íslenskur fjárhundur sem langar að læra öll íslensku málhljóðin. Lubbi býður börnum á aldrinum tveggja til sjö ára með í ævintýraferð um Ísland í leit að 35 málbeinum sem aðstoðar Lubba og börnin við að læra málhljóðin. Hvert málhljóð á sér ákveðið tákn eða hreyfingu sem tengist hljóðinu og með því að tengja málhljóðin við táknrænu hreyfingarnar er auðveldara að læra og muna hljóðin.