Stoðþjónusta

Nám fyrir alla

Grunnskólum er skylt að mennta öll börn á árangursríkan hátt. Samkvæmt lögum eiga allir nemendur rétt á námi við hæfi í grunnskólum, bæði bóklegu námi, verk- og listnámi og sveitarfélögum er skylt að sjá nemendum fyrir viðeigandi námstækifærum hvernig sem á stendur um atgervi þeirra til líkama og sálar, félagslegt og tilfinningalegt ásigkomulag eða málþroska. Þetta á við um öll börn, fötluð og ófötluð, langveik, afburðagreind og börn með þroskaröskun, börn úr afskekktum byggðarlögum og börn úr minnihlutahópum sem skera sig úr hvað varðar mál, þjóðerni eða menningu.