Stuðningur í námi

Í skólanum er einstaklingurinn í fyrirrúmi. Hver einstaklingur skiptir miklu máli og reynt er af fremsta megni að koma til móts við þarfir hvers og eins. Samkvæmt aðalnámskrám eiga börn rétt á kennslu við hæfi í sínum heimaskóla.



Samkvæmt 40. gr. grunnskólalaga þar sem fjallað er um sérfræðiþjónustu stendur:

Sveitarfélög skulu tryggja að sérfræðiþjónusta sé veitt í grunnskólum , ákveða fyrirkomulag hennar og stuðla að því að hún fari fram innan grunnskóla. Í sérfræðiþjónustu felst annars vegar stuðningu við nemendur og fjölskyldur þeirra og hins vegar stuðningur við starfsemi grunnskóla og starfsfólk þeirra.