top of page

Um skólann 

Kerhólsskóli í Grímsnes- og Grafningshreppi varð til við sameiningu leikskólans Kátuborgar og Grunnskólans Ljósuborgar 1. janúar 2011. Í leikskóladeildinni eru nemendur frá 12 mánaða aldri og í grunnskóladeildinni eru nemendur í 1.-10. bekk.

Grunnskólinn Ljósaborg var vígður haustið 2005 í nýrri skólabyggingu á Borg og var fyrstu tvö skólaárin rekinn í samstarfi við Bláskógabyggð. Haustið 2007 lauk því samstarfi og hefur Grímsnes- og Grafningshreppur rekið skólann sinn frá þeim tíma.

 

Kerhólsskóli vinnur í anda einstaklingsmiðaðra kennsluhátta, umhverfismenntar auk þess sem áhersla er lögð á list og verkgreinar.

Samkennsla og samvinna árganga er ríkjandi og áhersla er lögð á teymisvinnu kennara.

Haustið 2014 fluttu leikskóladeild og grunnskóladeild Kerhólsskóla undir sama þakið í nýja skólabyggingu sem byggð var við hlið eldri skólans og að hluta  samtengd honum, m.a verður bókasafn skólans áfram í eldri hlutann.

Eldri grunnskólanemendur í Grímsnes- og Grafningshreppi  sóttu Bláskógaskóla í Reykholti í Biskups­tungum frá árunum 2005 til 2015, vorið 2015 samþykkti sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp að Kerhólsskóli yrði heildstæður skóli upp í 10. bekk og að breytingin ætti sér stað strax um haustið 2015. Árgangur barna fædd árið 2001 fór því ekki í Bláskógaskóla heldur varð fyrsti 9. bekkur Kerhólsskóla og síðar fyrsti 10. bekkur.

bottom of page