top of page

Nemendaþing í Kerhólsskóla


Nemendaþing Kerhólsskóla var haldið í tengslum við skólaþing sveitarfélagsins sem haldið verður 27. febrúar nk. kl. 18:00.


Markmið nemendaþingsins var að fá álit og hugmyndir nemenda inn í vinnu við framtíðarsýn skólans, nýja skólanámskrá sem á að endurskoða á þessu ári og skólastefnu sveitarfélagsins sem á að endurskoða á næsta ári.


Það skiptir okkur sem skólasamfélag máli að nemendur fái að segja sína skoðun á málefnum sem snúa að þeim og með nemendaþinginu bjuggum við til vettvang fyrir þá til að tjá sig.


Nemendur grunnskólans söfnuðust saman í matsal skólans, þeim raðað í 7 hópa þvert á aldur. Umræðuefni hópanna voru: draumaskólinn í framtíðinni, skólahúsnæðið, tölvu- og tækjakostur skólans og útinám í Kerhólsskóla.


Deildarstjóri grunnskóladeildar sá um að taka saman punktana af þinginu og verður áfram unnið með þá eftir skólaþing.


Hér eru nokkrar myndir frá nemendaþingi.



Comments


Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page