Nemendaþing í Kerhólsskóla

Nemendaþing Kerhólsskóla var haldið í tengslum við skólaþing sveitarfélagsins sem haldið verður 27. febrúar nk. kl. 18:00.
Markmið nemendaþingsins var að fá álit og hugmyndir nemenda inn í vinnu við framtíðarsýn skólans, nýja skólanámskrá sem á að endurskoða á þessu ári og skólastefnu sveitarfélagsins sem á að endurskoða á næsta ári.
Það skiptir okkur sem skólasamfélag máli að nemendur fái að segja sína skoðun á málefnum sem snúa að þeim og með nemendaþinginu bjuggum við til vettvang fyrir þá til að tjá sig.
Nemendur grunnskólans söfnuðust saman í matsal skólans, þeim raðað í 7 hópa þvert á aldur. Umræðuefni hópanna voru: draumaskólinn í framtíðinni, skólahúsnæðið, tölvu- og tækjakostur skólans og útinám í Kerhólsskóla.
Deildarstjóri grunnskóladeildar sá um að taka saman punktana af þinginu og verður áfram unnið með þá eftir skólaþing.
Hér eru nokkrar myndir frá nemendaþingi.
Comments