top of page

Fjöruferð hundahóps

Í síðust viku vann hundahópur þemaverkefni um fjöruna í tengslum við áætlaða fjöruferð. Við tókum stöðuna á hugmyndum barnanna á því hvað við myndum hugsanlega finna í fjörunni og sjónum og hvað þyrfti að taka með sér. Börnin útbjuggu veggspjald þar sem þau máluðu sjó og fjöru og festu á það ljósmyndir af hlutum sem þau telja sig finna þar. Má þar nefna skeljar, kuðunga, krabba og gullkistu fjársjóð.

Við héldum því á Stokkseyri föstudaginn 28. ágúst í fjársjóðsleit. Við lékum okkur í fjörunni, veiddum hornsíli, marflær og lifandi krabba og fundum allskonar fjársjóð sem við tókum með okkur aftur á leikskólann til nánari skoðunar. Við vorum einstaklega heppin þar sem börnin fundu gullkistu fulla af nesti og vakti það mikla kátínu.

Þegar heim var komið skoðuðum við hornsílin betur og krabbana með vasaljósi sem lýsti upp vatnið. Að lokum límdum við það sem við fundum í fjörunni á veggspjaldið og veltum því fyrir okkur hvort viðkomandi hlutur ætti heima í sjó eða á landi. Verkefnið var hluti af þróun orðavinnu í tengslum við þróunarverkefnið Orð af orði.

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page