Afhending Grænfánans
Í gær þriðjudaginn 29. maí fékk Kerhólsskóli afhentan GRÆNFÁNANN. Í tilefni þess komu ættingjar Halldóru Jónsdóttir eða Dóru á Stærri-Bæ, skóræktarkonu, að afhjúpa minnisvarða um hana. Þetta var afslöppuð og notaleg hátíð sem byrjaði klukkan 13:00,
í upphafi var skólastjóri með nokkur orð, Svo tók Laufey Guðmundsdóttir barnabarn Halldóru við og sagði okkur aðeins frá minningum hennar í skógrækt með ömmu sinni, þar á eftir kom Guðný Tómasdóttir í stað Gunnars Þorgeirssonar Oddvita og las upp orðsendingu frá honum og bar okkur kveðju frá Ásu Valdísi Formanni Fræðslunefndar, í lokin kom Margrét Hugadóttir frá Landvernd og veitti viðurkenningu og afhenti fánann. Nemendur og starfsmenn í Umhverfisnefnd tóku við viðurkenningunni og drógu fánann að húni . Þegar athöfn var lokið bauð skólinn öllum inn í félagsheimili í köku í tilefni dagsins.