top of page

Fyrstu viðbrögð vegna alvarlegs slyss eða bráðra veikinda á barni í Kerhólsskóla:

  • Hringt í 112.

  • Foreldrum tilkynnt um slysið/veikindin.

  • Stjórnandi (eða staðgengill hans) fer með barni í sjúkrabíl.

  • Taka með allar persónulegar upplýsingar um barnið.

  • Skólastjóri boðar fund með viðbragðsteymi sem skiptir með sér verkum um áframhaldandi vinnu málsins.

  • Ef barnið er úrskurðað látið hefur skólastjóri (eða staðgengill hans) samráð við prest varðandi næstu skref.

  • Samráðsteymi er kallað saman auk sóknarprests, óháð tíma og dagsetningu, á fund þar sem fólk skiptir með sér verkum. Bera skal allar aðgerðir skólans undir forráðamenn til samþykkis.

  • Gæta skal þess að náin skyldmenni hins látna sem eru við nám eða störf við skólann fái fregnina sérstaklega.

  • Skólastjóri tilkynnir starfsfólki skólans dauðsfallið við fyrsta tækifæri.

  • Skólastjóri og sóknarprestur tilkynna andlátið strax á viðkomandi deild/bekk og kennari kemur með á deildina/bekkinn. Hlúð er að börnunum á deildinni/bekknum eins og hægt er með aðstoð starfsfólks. Haft verður fullt samráð við viðkomandi fjölskyldu.

  • Fullt tillit tekið til trúarbragða viðkomandi fjölskyldu.

  • Skólinn dregur fána í hálfa stöng þegar búið er að tilkynna starfsfólki og börnum andlátið.

  • Ef fjölmiðlar sækjast eftir upplýsingum er það eingöngu skólastjóri (eða staðgengill hans) sem gefur upplýsingar um málið.

Fyrstu viðbrögð vegna alvarlegra veikinda barns í Kerhólsskóla:

  • Skólastjóri (eða staðgengill hans) aflar sér upplýsinga um veikindin.

  • Skólastjóri hefur samráð við foreldra hvað gera skuli innan skólans.

  • Viðbragðsteymi heldur fund ásamt umsjónarkennara barnsins þar sem upplýst er um veikindin. Á fundinum er metið hverjir eiga að fá upplýsingar um málið og um frekari vinnslu þess.

  • Ef fjölmiðlar sækjast eftir upplýsingum er það eingöngu skólastjóri (eða staðgengill hans) sem gefa upplýsingar um málið.

 

Fyrstu viðbrögð vegna alvarlegs slyss eða veikindi starfsmanns Kerhólsskóla:

  • Skólastjóri (eða staðgengill hans) aflar sér upplýsinga um málið.

  • Viðbragðsteymi skólans er kallað saman og ákveður, hvernig farið er með málið innan skólans.

  • Ef fjölmiðlar sækjast eftir upplýsingum er það eingöngu skólastjóri (eða staðgengill hans) sem gefa upplýsingar um málið.

Fyrstu viðbrögð vegna andláts starfsmanns Kerhólsskóla:

  • Skólastjóri (eða staðgengill hans) aflar sér upplýsinga um andlátið.

  • Viðbragðsteymi skólans kallað saman og tekur ákvörðun um frekari vinnslu málsins.

  • Ef fjölmiðlar sækjast eftir upplýsingum er það eingöngu skólastjóri (eða staðgengill hans) sem gefa upplýsingar um málið.

 

Fyrstu viðbrögð vegna andláts maka, barns (foreldris) starfsmanns Kerhólsskóla:

  • Skólastjóri (eða staðgengill hans) aflar sér upplýsinga um andlátið.

  • Viðbragðsteymi skólans er kallað saman og tekur ákvörðun um frekari vinnslu málsins.

 

Fyrstu viðbrögð vegna andláts foreldris eða náins aðstandenda barns Kerhólsskóla:

  • Skólastjóri (eða staðgengill hans) aflar sér upplýsinga um andlátið.

  • Viðbragðsteymi skólans er kallað saman og tekur ákvörðun um frekari vinnslu málsins.

Neyðaráætlun – vegna slysa

Veitt er fyrsta hjálp í skólanum og minniháttar slysum sinnt. Slasist barn í skólanum er unnið samkvæmt gildandi neyðaráætlun skólans um fyrstu viðbrögð vegna alvarlegs slyss. Áætlunin gerir ráð fyrir tafarlausu útkalli neyðarbíls í alvarlegum tilfellum og að umsvifalaust sé haft samband við foreldra. Þegar hjúkrunarfræðingur er staddur í skólanum annast hann bráðahjálp og hefur samband við foreldra. Þurfi barn að fara á heilsugæslustöð eða slysa- og bráðamóttöku, er æskilegt að foreldri fylgi því. Því er mikilvægt að skólinn hafi öll símanúmer sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma barnsins. Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt í skólanum.

Öll slys sem upp koma í skólanum ber að ská á slysaskráningarblað sem er í möppu hjá ritara.

Ef barn er með greindan alvarlegan sjúkdóm sem getur stefnt heilsu / lífi þess í bráða hættu er nauðsynlegt að skólaheilsugæsla viti af því. Hér er átt við sjúkdóma eins og t.d. sykursýki, ofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma.

 

Eftir veikindi

Þegar nemendur eru veikir heima er æskilegt að foreldrar haldi þeim heima, einn auka dag hita og verkja lausum. Miðað er við að nemendur komi til baka í skólann fullfrískir til að taka þátt í leik og starfi Kerhólsskóla.

Neyðaráætlun

bottom of page