top of page

Móttökuáætlun

Móttökuáætlun – nýbúa

Þegar óskað er eftir skólavist fyrir nýbúa óskar skólastjórnandi eftir túlki ef þörf er á og boðar hlutaðeigandi í innritunarviðtal.

 

 

Innritun:

  • foreldrar nemanda óska eftir viðtali við skólastjórnanda vegna komu nemandans í skólann

  • ákveðinn er tími fyrir móttökuviðtal þar sem foreldrar og nemandi mæta

  • skólinn sér um að panta túlk ef þurfa þykir

  • sé nemandinn kominn með kennitölu er nemandinn skráður í Mentor

 

 

Undirbúningur viðtals:

  • skólastjórnandi velur námshóp fyrir nemandann

  • umsjónarkennara er tilkynnt um væntanlegan nemanda, hvaðan hann er og hvenær móttökuviðtal fer fram

  • umsjónarkennari undirbýr nemendur fyrir komu nýs nemanda og tilkynnir jafnframt öðrum kennurum sem kenna honum um komu hans

  • ritari safnar saman þeim gögnum sem nota á í viðtalinu: Skólareglur, stundaskrá, upplýsingar um mötuneyti, nestismál og frístund.

 

Móttökuviðtal:

  • móttökuviðtalið sitja foreldrar, nemandi, túlkur, skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, umsjónarkennari og aðrir þeir sem nauðsyn er talin á að sitji viðtalið. Afar mikilvægt er að báðir foreldrar sitji viðtalið en ekki skyldmenni eða vinir og að fenginn sé túlkur þó svo að annað foreldrið tali íslensku

  • foreldrum afhent upplýsingaeyðublað sem þeir fylla út með aðstoð túlks en þar eru skráðar bakgrunnsupplýsingar um nemandann

  • athugað hvort læknisskoðun hafi farið fram þar sem nemandanum er ekki heimilt að hefja skólagöngu nema að undangenginni læknisskoðun sé hann nýkominn til landsins

  • sérkennari gerir einstaklingsáætlun ef þarf, í samráði við kennara nemandans

  • ákveðið hvenær nemandinn er með sínum árgangi og hvenær í nýbúakennslu

  • annar fundatími ákveðinn innan tveggja vikna og farið yfir stöðu mála

  • þriðji fundur haldinn sex til átta vikum síðar og farið yfir stöðu mála

  • umsjónarkennari sér um að koma nauðsynlegum upplýsingum um nemandann til allra þeirra sem koma að kennslu hans í skólanum

 

 

Eftirfarandi þættir eru útskýrðir fyrir foreldrum og nemandanum í móttökuviðtalinu:

  • stundaskrá nemandans

  • íþróttir og sund

  • farið yfir fyrri reynslu þeirra í skólaíþróttum

  • farið yfir íþrótta- og hreyfimenningu

  • skóladagatal

  • símanúmer skólans

  • heimasíða og netföng kynnt

  • skólareglur og mætingaskylda

  • mötuneyti og nestismál kynnt foreldrum

  • frístund og félagsmiðstöðin kynnt

  • ákveðið hvenær nemandinn byrjar í skólanum

  • útskýrt hvert á að snúa sér ef nemanda líður illa í skólanum

  • hlutverk foreldra hvað snertir heimanám

  • möguleiki á undanþágu í ákveðnum fögum útskýrðir

  • möguleiki á undanþágu í samræmdum prófum útskýrð

  • farin kynnisferð um skólann

  • samstarf heimilis og skóla

  • Mentor kynntur fyrir foreldrum

  • námsráðgjafi boðar nemanda til viðtals fljótlega eftir að nemandi hefur nám við skólann

  • umsjónarkennari sér um að koma nauðsynlegum upplýsingum um nemandann til allra þeirra sem koma að kennslu hans í skólanum

 

 

Móttökuáætlun – nýr nemandi

Þegar vitneskja berst um að nýr nemandi sé að byrja í skólanum hafa stjórnendur það hlutverk að afla upplýsinga um nemandann frá fyrri skóla og frá foreldrum. Á grundvelli þeirra upplýsinga, aðstæðna í bekkjum árgangsins og eftir samræður við kennara hugsanlegra viðtökubekkja taka skólastjórnendur ákvörðun um staðsetningu nemanda.

 

Að því búnu boða skólastjórnendur nemanda og foreldra hans til viðtals þar sem gerð er grein fyrir starfi skólans og umsjónarkennarinn er kynntur fyrir þeim. Umsjónarkennari fer með nemandann inn í bekkinn og kynnir hann fyrir bekkjarfélögunum og svo er gengið um skólahúsnæðið. Umsjónarkennarinn fær tvo til þrjá nemendur til þess að leiðbeina nýjum nemanda fyrstu dagana um vinnuvenjur, húsnæði o.fl. Umsjónarkennari ber ábyrgð á því að kynna nýjan nemanda fyrir sérgreinakennurum og lætur í té nauðsynlegar upplýsingar um hann. Umsjónarkennari lætur foreldrafélag vita um að nýir samstarfsforeldrar hafi bæst í hópinn. Einnig ber að tilkynna hjúkrunarfræðing að nýr nemandi hafi bæst í hópinn.

 

 

1.

Þegar nýr nemandi kemur í bekkinn þarf kennari að hafa samband við foreldra/forráðamenn og fá upplýsingar um nemandann.

Tillögur að spurningum:

  • Eru einhverjir námsörðugleikar?

  • Hefur barnið fengið sérkennslu?

  • Viðhorf barnsins til flutnings í nýjan skóla?

  • Sterkar hliðar / veikar hliðar.

  • Félagsleg staða barnsins í gamla skólanum.

  • Ofnæmi – sjúkdómar eða annað.

  • Fjölskyldan:

  • Faðir/móðir á heimilinu?

  • Fósturforeldrar ?

  • Stjúpforeldrar ?

  • Einstæð móðir/faðir?

  • Systkini?

2. 

Nemanda ásamt forráðamanni skal boðið upp á kynningu á skólanum áður en hann hefur þar nám.

3.

Undirbúa skal bekkinn fyrir komu nýs nemanda. Finna stuðningsaðila sem fylgir nýja nemandanum fyrst í stað í leikfimi, sund og aðrar sérgreinar.

4.

Umsjónarkennari setur nemandann í sérgreinahópa, lætur sérgreinakennara og aðra starfsmenn sem málið varðar vita og veitir þeim nauðsynlegar bakgrunnsupplýsingar.

               Þegar nemandi hefur nám fær hann:

  • Stundaskrá

  • Bekkjarlista með símanúmerum og heimilisföngum

  • Vísun á skólanámskrá á heimasíðu skólans

  • Skóladagatal

  • Tímaáætlun skólaaksturs fyrir þá sem þurfa.

  • Aðgang að Mentor

5.

Skólastjóri sendir út tilkynningu á starfsmenn um nemandann og hvenær hann hefur nám.

bottom of page