top of page

Matarstefna

Matarstefna Kerhólsskóla - Södd og sæl börn

Næring, hollusta og fjölbreytni.

Við leggjum ríka áherslu á að hafa alltaf ferskt, næringarríkt og fjölbreytt hráefni. Notað skal gróft mjöl og korn eins og heilhveiti og hýðisgrjón. Notaður er hrásykur, hunang og önnur sæta en hvítur sykur í lágmarki. Boðið er upp á hreinar ófituskertar mjólkurafurðir. Nota skal íslenskt smjör sem viðbit. Ávallt skal bjóða grænmeti og/eða ávexti með mat.

 

Lífrænt og/eða vistvænt

Leitast er eftir því að vera með sem mest af lífrænu og vistvænu hráefni.

 

Krydd

Aukaefni eins og M.S.G. er ekki notað í Kerhólsskóla.

 

Grenndarsamfélagið

Margir aðilar í sveitarfélaginu eru með lífræna ræktun. Leitast á við að versla sem mest í heimabyggð eða nærsamfélaginu sem er vistvænna en að leita lengra.

 

Matur unninn frá grunni

Í Kerhólsskóla er maturinn að mestu leyti unninn frá grunni sem og allur bakstur.

 

Hreinlæti

Ávallt er gætt ýtrasta hreinlætis hvort sem er í matreiðslu eða framreiðslu. Farið skal eftir viðurkenndu þrifaplani í eldhúsi, samþykktu af heilbrigðiseftirliti.

 

Bráðaofnæmi

Skólinn er með virka viðbragðsáætlun við bráðaofnæmi.

 

Ofnæmi

Nemendur geta fengið mat með tilliti til ofnæmis eða óþols en framvísa þarf læknisvottorði.

 

Heimilisfræði

Heimilisfræðikennsla Kerhólsskóla fylgir matarstefnu skólans.

 

Flokkun

Í Kerhólsskóla er lögð áhersla á að flokka allan úrgang og á það einnig við um mötuneytið.

 

Matarsóun

Nemendur skulu skammta sér mat sjálfir í mötuneyti, er það liður í að sporna gegn matarsóun.

Það er engin næring í því sem börnin borða ekki.

bottom of page