Kennsluáætlun 5. bekkur
Hæfniviðmið danska 5. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í dönsku sett fram af 1. Stigi = 5. Bekkur
Hlustun
Að nemandi:
-
Geti skilið einfalt mál er varðar hann sjálfan og hans nánasta umhverfi þegar talað er skýrt
-
Geti skilið það mál sem notað er í kennslustofunni og brugðist við með orðum eða athöfnum
-
Geti fylgt meginþræði í einföldum frásögnum um kunnuglegt efni með stuðningi, t.d. af myndum, hlutum eða líkamsmáli og notuð sér upplýsingar í eigin verkefni
Lesskilningur
Að nemandi:
-
Geti lesið og skilið stutta texta með grunnorðaforða daglegs lífs um efni sem tengist þekktum aðstæðum og áhugamálum
-
Geti skilið megininntak í stuttum einföldum frásögnum dagblaða eða tímarita með stuðningi, t.d. af myndum
-
Geti fundið afmarkaðar upplýsingar í einföldum texta og nýtt sér í verkefnavinnu
-
Geti lesið sér til gagns og gamans stuttar, einfaldar bækur og fræðsluefni fyrir börn og unglinga
Samskipti
Að nemandi:
-
Geti haldið uppi einföldum samræðum með stuðningi frá viðmælanda með eðlilegum framburði og áherslum á lykilorðaforða og kann að beita algengustu kurteisisvenjum
-
Geti spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur honum næst
-
Geti tekið þátt í samskiptaleikjum og unnið samtalsæfingar
Frásögn
Að nemandi:
-
Geti sagt frá í einföldu máli og notað lykilorðaforða sem unnið hefur verið með í viðfangsefnum námsins og beitt eðlilegum framburði og áherslum
-
Geti sagt frá eða lýst sjálfum sér, vinum, fjölskyldu, áhugamálum og nánasta umhverfi á einfaldan hátt
-
Geti lesið upp eiginn texta sem hann hefur haft tækifæri til að æfa
Ritun
Að nemandi:
-
Geti skrifað stuttan samfelldan texta um efni sem tengist honum persónulega, tengt saman einfaldar setningar, stafsett flest algengustu orðin og notað algengustu greinarmerki, eins og puntka og spurningarmerki
-
Geti skrifað texta með orðaforða úr efnisflokkum sem fengist er við með stuðningi frá mynd, hlut eða gátlista
-
Geti lýst í einföldu máli því sem næst honum er, fjölskyldu, áhugamálum, vinum og umhverfi
-
Geti skrifað einföld skilaboð, smáskilaboð og tölvupóst
-
Geti samið stuttan texta frá eigin brjósti með stuðningi mynda
Menningarlæsi
Að nemandi:
-
Geti sýnt fram á að hann kann skil á ýmsum þáttum sem snúa að daglegu lífi, s.s. fjölskyldu, skóla, frítíma og hátíðum og áttað sig á hvað er líkt eða ólíkt því sem tíðkast í hans eigin menningu
-
Geti sýnt fram á að hann þekkir til þátta sem einkenna barna- og unglingamenningu viðkomandi málsvæðis, s.s. söguhetja barnabóka, leikja, söngva og ævintýra
-
Geti sýnt fram á að hann áttar sig á að mörg algeng orð í erlenda tungumálinu eru lík og skyld öðrum sem hann þekkir
Námshæfni
Að nemandi:
-
Geti sett sér einföld markmið og lagt mat á námsframvindu með stuðningi frá kennara ef með þarf
-
Geti beitt einföldum námsaðferðum til að auðvelda námið, t.d. nýtt sér titil á texta eða myndir sem fylgja til að auðvelda skilning á inntaki
-
Geti beitt sjálfsmati sem tengist viðfangsefnum námsins með stuðningi kennara eftir því sem þörf krefur
-
Geti tengt ný viðfangsefni eigin reynslu og þekkingu
-
Geti tekið þátt í hóp- og paravinnu, hlustað á og tekið tillit til þess sem aðrir hafa að segja
-
Geti nýtt sér hjálpartæki, s.s. einfaldar orðabækur
Kennslugögn
Kennslugögn eru Start lestrarbók, Start vinnubók, Smart lestrarbók, Smart vinnubók ásamt hlustunaræfingar tengd námsefnunum. Auk þess orðabækur og efni frá kennara
Kennsluhættir
Kennsluhættir Kennslan fer fram í 40 mín. tvisvar á viku. Kennslueiningin saman stendur af nemendum í 6. og 7. bekk. Lögð er áhersla á færniþættina fjóra: lestur, hlustun, tal og ritun. Ritunarverkefni eru í tengslum við verkefni í vinnubókinni þar sem áhersla er að nota orðaforða úr kaflanum. Nemendur lærir að skrifa texta í samfelldu máli og munnlegar æfingar verða í notkun orðaforða úr kaflanum.
Vinnulag er með þeim hætti að áhersla er lögð á sjálfstæða verkefnavinnu en nemendur geta stundum kosið að vinna saman og ræða lausnarleiða svo framarlega að það trufla ekki vinnufrið. Nemendur skipust á að lesa upphátt og þýða texta í námsefninu. Einnig verður paraverkefni í ritun og í tengslum við kynningar.
Námsmat
Námsmati í dönsku er skilað tvisvar á skólaárinu, að lokinni annarri og þriðju önn. Kannarnir eru í orðaforða í lok kafla sem kanna þekkingu og notkun orðaforða. Það mun líka fara fram jafningamati í tengslum við hópastarf, sjálfsmati og gagnvirka könnun í Kahoot. Nemendur fá leiðbeinandi mat í umsögnum og einkunnargjafar í orðunum Ágætt/Á góðri leið/Þarf að þjálfa, allt eftir því hvað við á. Það mat byggir á símati kennara sem fylgist auk þess með virkni, ástundun og viðhorfi nemenda í kennslustundum.
Hæfniviðmið enska 5. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í ensku sett fram af 2. Stigi = 5. bekkur
Hlustun
Að nemandi:
-
Geti skilið talað mál um efni er varðar hann sjálfan, áhugamál hans og daglegt líf þegar talað er skýrt og áheyrilega
-
Geti skilið í meginatriðum samtöl og viðtöl um efni tengt daglegu lífu og efni sem tengist viðfangsefnum námsins og nýtt sér í ræðu og riti
-
Geti fylgt þræði í aðgengulegu fjölmiðlaefni og getur sagt frá eða unnið úr því á annan hátt
-
Geti hlustað eftir einstökum nákvæmum atriðum þegar þörf krefur, eins og t.d. tilkynningum og leiðbeiningum við kunnuglegar aðstæður og brugðist við með orðum eða athöfnum
Lesskilningur
Að nemandi:
-
Geti lesið sér til gagns og ánægju auðlesna texta af ýmsum gerðum um daglegt líf og áhugamál sem innihalda algengan orðaforða og beitt mismunandi lestraraðferðum eftir eðli textans og tilgangi með lestrinum
-
geti skilið megininntak í aðgengilegum frásögnum, dagblaða, tímarita og netmiðla og brugðist við og fjallað um efni þeirra
-
geti fundið lykilupplýsingar í texta í þeim tilgangi að núta í verkefnavinnu
-
geti lesið sér til gagns og gamans auðlesnar bækur og tímarit ætluð ungu fólki og skilið leiðbeiningar og upplýsingar um það sem snertir daglegt líf, t.d. tómstundir og ferðalög
Samskipti
Að nemandi:
-
Geti sýnt fram á að hann er nokkuð vel samræðuhæfur um efni sem hann þekkir vel, beitir máli, framburði, áherslum og hrynjandi af nokkru öryggi, skilur og notar algengustu orðasambönd daglegt máls og viðeigandi kurteisivenjur og kann aðferðir til að gera sig skiljanlegan, t.d. með látbragði
-
Geti tekið þátt í óformlegu spjalli um áhugamál sín og daglegt líf
-
Geti bjargað sér við algengar aðstæður, t.d. í verslunum og á veitingastöðum
-
Geti notað málið sem samskiptamiðil í kennslustundum og undirbúið, tekið og veitt viðtal
Frásögn
Að nemandi:
-
Geti tjáð sig um það sem við kemur daglegu lífi hans og því sem stendur honum nærri á vel skiljanlegu máli hvað varðar málnotkun, framburð, áherslur og orðaval
-
Geti greint frá og lýst atburðum og athöfnum með stuðningi gátlista, tónlistar, mynda o.s.frv.
-
Geti flutt einfalda, undirbúna kynningu á efni sem tengist náminu og flutt tilbúið eða frumsamið efni, t.d. stutt atriði eða sögu, einn eða í félagi við aðra
Ritun
Að nemandi:
-
Geti skrifað samfelldan texta um efni sem hann þekkir, sýnt fram á allgóð tök á daglegum orðaforða og orðaforða sem unnið hefur verið með, skapað samhengi í textanum og notað til þess algengustu tengiorð og greinarmerki
-
Geti sagt nokkuð lipurlega frá og brugðist við því sem hann hefur lesið, séð eða heyrt
-
Geti lýst atburðarás eða því sem hann hefur upplifað og notað orðaforða sem lýsir þróun, hraða, eftirvæntingu o.s.frv.
-
Geti samið texta þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín.
Menningarlæsi
Að nemandi:
-
Geti sýnt fram á að hann þekkir til siða og hefða viðkomandi mál- og menningarsvæða og getur borið saman við eigin menningu
-
Geti sýnt fram á að hann áttar sig á skyldleika erlenda málsins við íslensku, eigið tungumál eða önnur tungumál sem hann er að læra
Námshæfni
Að nemandi:
-
Geti sett sér nokkuð raunhæf markmið, gert sér nokkra gerin fyrir hvar hann stendur í náminu og beitt aðferðum til að skipuleggja sig og bæta þar sem þess gerist þörf
-
Geti beitt lykilnámsaðferðum til að auðvelda skilning og notkun á tungumálinu og valið aðferð sem hæfir viðfangsefninu, t.d. umorðað ef hann vantar orð og lesið í aðstæður og getið sér til hvaða samræður fara þar fram
-
Geti beitt sjálfsmati og tekið þátt í jafningamati á raunsæjan hátt og veitt sanngjarna endurgjöf með stuðningi frá kennara
-
Geti nýtt sér eigin reynslu og þekkingu þegar kemur að því að tileinka sér nýja þekkingu
-
Geti tekið þátt í samvinnu um ýmiss konar viðfangsefni og sýnt öðrum tillitssemi
-
Geti nýtt sér algengustu hjálpartæki, s.s. uppflettirit, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarform og leitarvélar
Kennslugögn
Kennslugögn eru Speak out lestrar- og vinnubók, Work out lestrar- og vinnubók. Hikory, Dickory, Dock vinnubækur, Enska með gátum og skrýtlum. Málfræðiverkefni A, B og C. Auk þess verða orðabækur notaðar, léttlestrarbækur og veraldarvefurinn. Þá verður lagt upp með að nota tungumálið og tala það.
Kennsluhættir
Kennsluhættir Kennslan fer fram í 40 - 60 mín. tvisvar á viku. Kennslueiningin saman stendur af nemendum í 5. og 7. bekk. Lögð er áhersla á færniþættina fjóra: lestur, hlustun, tal og ritun. Ritunarverkefni eru í tengslum við verkefni í vinnubókinni þar sem áhersla er að nota orðaforða úr kaflanum. Nemendur lærir að skrifa texta í samfelldu máli og munnlegar æfingar verða í notkun orðaforða úr kaflanum.
Vinnulag er með þeim hætti að áhersla er lögð á sjálfstæða verkefnavinnu en nemendur geta stundum kosið að vinna saman og ræða lausnarleiða svo framarlega að það trufla ekki vinnufrið. Nemendur skipust á að lesa upphátt og þýða texta í námsefninu. Einnig verður paraverkefni í ritun og í tengslum við kynningar.
Námsmat
Námsmati í ensku er skilað tvisvar á skólaárinu, að lok annari og þriðju önn. Kannarnir eru lagðar fyrir. Nemendur fá leiðbeinandi mat í umsögnum og einkunnargjafar í orðunum Ágætt/Á góðri leið/Þarf að þjálfa, allt eftir því hvað við á. Það mat byggir á símati kennara sem fylgist auk þess með virkni, þáttöku, framlagi og viðhorfi nemenda í kennslustundum.
Hæfniviðmið heimilisfræði 5. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í heimilisfræði – 5. bekkur
Matur og lífshættir
Að nemandi geti:
-
Tjáð sig um heilbrigða lífshætti og tengls þeirra við heilsufar,
-
Tjáð sig um aðalatriði næringarfræðinnar,
-
Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi,
-
Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavernd.
Matur og vinnubrögð
Að nemandi geti:
-
Matreitt einfaldar og hollar máltíðir og nýtt hráefnið sem best,
-
Unnið sjálfstætt eftir uppskriftum og notað til þess algengustu mæli- og eldhúsáhöld,
-
Greint frá helstu orsökum slysa á heimilum og hvernig má koma í veg fyri þau,
-
Nýtt margvíslega miðla til að afla upplýsinga er varða matreiðslu, næringarfræði og meðferð matvæla.
Matur og umhverfi
Að nemandi geti:
-
Tengt viðfangsefni heimilisfræðinnar við jafnrétti og sjálbæri og áttað sig á uppruna helstu matvæla,
-
Skilið og rætt mismunandi umbúðarmerkningar, metið útlit og gæði matvæla og útskýrt hvernig á að geyma þau.
Matur og menning
Að nemandi geti:
-
Tjáð sig um ólíka siði og venjur, og þjóðlegar íslenskar hefðir í matargerð.
Námsmat
Námsmati: Metin er virkni og viðhorf í tímum, umgengni og samvinna.
Kennsluhættir
Kennsluhættir: Í heimilisfræði kynnumst við matreiðslu, næringarfræði og hreinlæti með verklegri vinnu í eldhúsinu. Markmiðið með heimilisfræði er að nemendur læri að vinna saman, fara eftir uppskriftum og kynnist matarhefðum Íslendinga sem og annarra þjóða, geri sér grein fyrir félagslegu gildi matar og séu undirbúnir fyrir heimilishald seinna meir. Heimilisfræðikennsla tekur jafnframt mið af umhverfissjónarmiðum og sjálfbærum lífsháttum.
Kennslugögn
Kennslugögn: Heimilisfræði er að mestu verkleg þar sem nemendur læra að vinna með ýmis tæki og tól. Auk þess eru valin verkefni í næringarfræði úr kennsluefni frá Menntamálastofnun og frá Landlækni.
Hæfniviðið íslenska 5. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í íslensku – 5. bekkur
Talað mál, hlustun og áhorf
Að nemandi geti:
-
Tjáð sig skýrt og áheyrilega og gert sér grein frir gildi góðra framsagnar,
-
Tjáð eigin skoðanir og tilfinningar og haldið athygli áheyrenda, m.a. með aðstoð leikrænnar tjáningar,
-
Tekið þátt í samræðum og rökræðum samkvæmt reglum,
-
Hlustað af athygli og beitt þekkingu sinni og reynsu til að skolja það sem sagt er og greint frá aðalatriðum,
-
Nýtt sér myndefni og rafrænt efni á gagnrýninn hátt,
-
Átt góð samskipti, hlustað, gætt tungu sinnar og sýnt viðeigandi kurteisi.
Lestur og bókmenntir
Að nemandi geti:
-
Lesið texta við hæfi með góðum hraða og af skilningi, lagt mat á hann og túlkað,
-
Notað þekkingu og reynslu ásamt ríkulegum orðaforða við lestur og skilning á texta,
-
Greint og fjallað um aðalatriði í texta og helstu efnisorð og notað mismunandi aðferðir við lestur og skilning á texta,
-
Lesið sér til ánægju og fróðleiks og gert öðum gein fyrir þeim áhrifum sem texti hefur á hann,
-
Lesið gamlar og nýjar bókmenntir, þar á meðal þjóðsögur, ljóð og bókmenntir ætlaðar börnum og unglingum,
-
Greint nokkur frásagnarform bókmennta og beitt fáeinum bókmenntafræðilegum hugtökum til að efla skilning, svo sem tíma, sjónarhorni, sögusviði og boðskap,
-
Beitt nokkrum hugtökum til að fjalla um form og innihald ljóða, svo sem rím, ljóðstafi, hrynjandi, líkingar og boðskap,
-
Aflað upplýsinga úr bókum og fjölbreyttu rafrænu efni, unnið úr þeim og nýtt við lausn verkefna, lagt nokkurt mat á gildi og trúverðuleika upplýsinga,
-
Lesið úr einföldum tölulegum og myndrænum upplýsingum og túlkað þær,
-
Valið sér fjölbreytt lesefni við hæfi til gagns og ánægju.
Ritun
Að nemandi geti:
-
Skrifað læsilega og af öryggi með persónulegri rithönd, beitt algengum aðgerðum í ritvinnslu, gengið frá texta og notað orðabækur,
-
Valið textategund, skipulat og orðað texta, svo sem sögur, frásagnir, lýsingar og fyrirmæli, á þann hátt sem hæfir tilefni,
-
Samið texta þar sem beitt er eigin sköðun, notið þess að tjá hugmyndir sínar og reynslu og veitt öðrum hlutdeild með því að kynna ritunina eða leyfa öðrum að lesa,
-
Beitt helstu atriðum stafsetninar og greinarmerkjasetningar og hefur náð valdi á þeim,
-
Lesið texta og skoðað hann með það í huga að kanna hvernig höfundur skrifar og nýtt það við eigin ritun,
-
Skrifað texta á tölvu og beitt nokkrum aðgerðum í ritvinnslu, vísað til heimilda,
-
Skrifað texta með ákveðinn lesanda í huga, á blað eða tölvu.
Málfræði
Að nemandi geti:
-
Gert sér nokkra grein fyrir eigin máli og hefur skilning á gildi þess að bæta það,
-
Notað allríkulegan orðaforða í ræðu og riti, gert sér grein fyrir margræðni orða og nýtt sér málfræðikunnáttu sína við orðmyndun, tal og ritun,
-
Nýtt sér kunnáttu og færni til að fletta upp orðum í orðabókum og öðrum gagnabrunnum um mál,
-
Áttað sig á hvernig orðaforðinn skiptist í sagnorð, fallorð og óbreygjanleg orð og greint hlutverk og helstu einkenni þeirra,
-
Notað orðtök og málshætti í töluðu máli og rituðu og greint notagildi þeirra í texta,
-
Beitt þekkingu sinni á málfræði við að búa til setningar, málsgreinar og efnisgreinar og gert sér grein fyrir fjölbreytileika málsins,
-
Beitt þekkingu sinni á málfræðilegum hugtökum í umræðum um mál, ekki síst eigið mál, talað og ritað,
-
Nýtt orðaforða sinn til að skapa ný orð og orðasambönd og notað þau í texta,
-
Gert sér grein fyrir notagildi íslenskrar málfræði, m.a. við ritun og stafsetningu.
Námsmat
Námsmati:
Kennsluhættir
Kennsluhættir:
Kennslugögn
Kennslugögn:
Hæfniviðmið list- og verkgreinar 5. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í list- og verkgreinum – 5. bekkur
Menningarlæsi
Að nemandi geti:
-
Útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd til atburðar,
-
Hagnýtt leiki og þekkingu sem hann hefur ölast tl að takast á við fjölbreitt viðfangsefni,
-
Tekið tillit til annarra í hópvinnu og sýnt fumkvæði,
-
Haft sjálfbærni að leiðarljósi í vinnu sinni,
-
Beitt helstu tækni sem námsgreinin býr yfir,
-
Gert grein fyrir menningarlegu hlutverki list- og verkgeina,
-
Gert grein fyrir helsu hugtökum sem tengjast viðfangsefni hans,
-
Sýnt ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði,
-
Lagt mat á eigin verk og sýnt skilning á vönduðum vinnubrögðum.
Sjónlist
Að nemandi geti:
-
Notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulegan hátt í eigin sköpun,
-
Nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun,
-
Tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eign reynslu,
-
Unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk,
-
Byggt eigin listsköðun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu,
-
Beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum verkefna hverju sinni,
-
Fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur,
-
Gert grein fyrir og fjallað um ýmsar stefnur myndlistar með því að bera saman stíla og tímabil tiltekinna verka og sett þau í það menninarlega samhengi sem þau voru sköpuð,
-
Greint, borið saman og metið aðferið við gerð margskonar listaverka,
-
Greint og fjallað um áhrif myndmáls í umhverfinu og samfélaginu,
-
Gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar.
Handverk í hönnun og smíði
Að nemandi geti:
-
Valið og notað á réttan hátt helstu verkfæri og mælitæki,
-
Gert grein fyri ruppruna og notagildi þess efnivðar sem notaður er í smíðastofunni.
Hönnun og tækni í hönnun og smíði
Að nemandi geti:
-
Útskýrt hugmyndir sínar með því að rissa upp málsetta vinnuteikningu,
-
Lesið einflada teikingu, smíðað eftir henni og unnið eftir hönnunarferli frá hugmynd að lokaafurð,
-
Valið samsetningar og yfirborðsmeðfers sem hæfa verkefnum,
-
Hannað og smíðað verkefni sem nýtir orkugjafa og lýst því hvaða virkniþættir eru að verki í ýmsum hlutum,
-
Lýst hvernig tæknin birtist í nánasta umhverfi hans og almennt í samfélaginu,
-
Greint þarfit í umhverfi sín og rætt mögulegar lausnir.
Umhverfi í hönnun og smíði
Að nemandi geti:
-
Gert grein fyrir hovrt efni séu hættuleg og hvernig hægt er að endurnýta og flokka efni sem fellur til í smíðastofunni,
-
Gert við og endurnýjað eldri hluti og lengt þannig líftíma þeirra,
-
Ýtskýrt réttar vinnustellingar og valið viðeigandi hlífðarbúnað.
Handverk, aðferðir og tækni í textílmennt
Að nemandi geti:
-
Beitt grunnaðferðum og áhölsum greinarinnar,
-
Fjallað um efnisfræði og unnið úr fjölbreyttum textílefnum,
-
Unnið með einföld snið og uppskriftir.
Sköpun, hönnun og útfærsla í textílmennt
Að nemandi geti:
-
Þróað eigin hugmyndir í textílverk og unnið eftir ferli,
-
Notað fjölbreyttar aðferðir við skreytinar textíla,
-
Útskýrt hagnýtt og fagurfræðilegt gildi handverks og fjallað um fagurfræði í eigin verkum,
-
Nýtt helstu miðla til að afla upplýsinga um textíla og textílvinnu.
Menning og umhverfi í textílmennt
Að nemandi geti:
-
Fjallað um íslenskt hráefni í samhengi við sögu og sjálfbærni,
-
Gert grein fyrir helsut eiginleikum náttúruefna og gerviefna,
-
Sett textílvinnu og textílverk í samhengi við sögu, samfélag og listir,
-
Gert grein frir endurnýtingu og efnisveitum.
Námsmat
Námsmati:
Kennsluhættir
Kennsluhættir:
Kennslugögn
Kennslugögn:
Hæfniviðmið náttúrufræði og umhverfismennt 5. bekkur
Í náttúrugreinum eru tveir flokkar hæfniviðmiða sem eiga að fléttast saman.
Annars vegar hæfniviðmið um verklag og hins vegar hæfniviðmið um viðfangsefni. = 5. bekkur
Verklag
Hæfniviðmið um verklag skiptast í:
-
Getu til aðgerða
-
Nýsköpun og hagnýting þekkingar
-
Gildi og hlutverk vísinda og tækni
-
Vinnubrögð og færni
-
Ábyrgð á umhverfinu
Geta til aðgerða
Að nemandi geti:
-
Greint og sagt frá hvernig tækninotkun og sjálfvirkni getur aukið eða dregið úr lífsgæðum íbúa og umhverfis þeirra.
-
Greint þarfir fólks í nánasta umhverfi sínu og tjáð hugmyndir sínar um lausnir.
-
Rætt mikilvægi samvinnu í samstilltum aðgerðum sem varða eigið umhverfi.
Nýsköpun / hagnýting þekkingar
Að nemandi geti:
-
Fjallað um hvernig ólík hæfni nýtist í störfum nútímans.
-
Fjallað um þekktar tækninýjungar eða vísindauppgötvanir og áhrif þeirra á atvinnuhætti og mannlíf í heimabyggð, umhverfi og náttúru.
Gildi /hlutverk vísinda og tækni
Að nemandi geti:
-
Gert sér grein fyrir mikilvægi gagna og líkana við að útskýra hluti og fyrirbæri.
-
Lesið og skrifað um hugtök í náttúruvísindum.
-
Útskýrt áhrif tækni og vísinda á líf fólks.
Vinnubrögð og færni
Að nemandi geti:
-
Framkvæmt og útskýrt einfaldar athuganir úti og inni.
-
Útskýrt texta um náttúruvísindi sér til gagns og farið eftir einföldum, munnlegum og skriflegum leiðbeiningum.
-
Beitt vísindalegumvinnubrögðum við öflun einfaldra upplýsinga innan náttúruvísinda og útskýrt ferlið.
-
Hlustað á, metið og rætt hugmyndir annarra.
-
Aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr efni á öðru tungumáli en íslensku.
-
Kannað áreiðanleika heimilda með því að nota bækur, Netið og aðrar upplýsingaveitur.
Ábyrgð á umhverfi
Að nemandi geti:
-
Gert grein fyrir eigin lífssýn og skilningi á samspili náttúrunnar, mannsins og heilbrigði eigin líkama.
Viðfangsefni
Hæfniviðmið um viðfangsefni skiptast í:
-
Að búa á jörðinni
-
Lífsskilyrði manna
-
Náttúra Íslands
-
Heilbrigði umhverfisins
-
Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélaginu
Að búa á jörðinni
Að nemandi geti:
-
Framkvæmt og lýst eigin athugunum á himingeimnum.
-
Útskýrt innbyrðis afstöðu sólar og jarðar og hvernig hreyfing þeirra tengist árstíða- og dægraskiptum.
-
Rætt um hvernig ræktanlegt land er notað og rætt ýmsar hliðar landnotkunar og verndun gróðurs.
-
Lýst veðri í heimabyggð og loftslagi á Íslandi.
-
Framkvæmt og lýst eigin athugunum á jarðvegi, veðrun, rofi og himingeimnum.
-
Úskýrt hvernig Ísland byggist upp, hvernig landslag þess og jarðvegur breytist.
-
Útskýrt innbyrgðis afstöðu sólar og jarðar og hvernig hreyfing þeirra tengist árstíða- og dægraskiptum og því að tíminn líður.
-
Notað gervihnatta- og loftmyndir af yfirborði jarðar, til að lýsa heimabyggð, landinu í heild og völdum svæðum heimsins.
Lífsskilyrði manna
Að nemandi geti:
-
Útskýrt lífsskilyrði manna og helstu áhættuvalda í umhverfinu
-
Gert grein fyrir muni á hreinu vatni og menguðu, hvað megi gera til að draga úr vatnsmengun.
Náttúra Íslands
Að nemandi geti:
-
Lýst reynslu sinni, athugun og upplifun af lífverum í nátturulegu umhverfi.
-
Lýst einkennum plantna og dýra, stöðu þeirra í náttúrunni, tengsl þeirra innbyrgðis og við umhverfi sitt.
-
Lýst ólíkum vistkerfum á heimaslóð eða við Ísland.
-
Útskýrt hvar og af hverju helstu náttúruhamfarir verða, sem búast má við á Íslandi og hvernig viðbrögð við þeim eru skipulögð.
-
Útskýrt hvernig aðlögun lífvera að umhverfinu gerir þær hæfari til að lifa af og fjölga sér.
-
Lýst og útskýrt hvernig orka í íslensku umhverfi getur breytt um mynd.
Heilbrigði umhverfisins
Að nemandi geti:
-
Gert grein fyrir notkun manna á auðlindum.
-
Dregið ályktanir af tilgangi flokkunar úrgangs.
-
Útskýrt þjónustu sem náttúrulegir ferlar veita.
-
Lýst kröftum sem hafa áhrif á dalegt líf manna.
Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélagi
Að nemandi geti:
-
Lýst áhrifum tækni á íslenskar atvinnugreinar
-
Lýst hvernig rafmagn verður til, eiginleikum segla og notkun þeirra.
-
Lýst bylgjuhreyfingum og rætt nýtingu hljóðs og ljóss í tækni og atvinnulífi.
Kennslugögn
Kennslugögn eru náms- og verkefnabækurnar Líf á landi, Blikur á lofti, Auðvitað Jörð í alheimi og Auðvitað á ferð og flugi, Lífríkið í sjó, auk forrita, námsvefja og myndskeiða á hjá Menntamálastofnun. Einnig verður leitað fanga á bókasafni skólans og á veraldarvefnum.
Námsmat
Námsmati í náttúrugreinum er skilað tvisvar á skólaárinu, að lokinni annarri og þriðju önn og er í formi umsagna sem er leiðbeinandi mat og einkunnargjafar í orðunum Ágætt/Á góðri leið/Þarf að þjálfa allt eftir því hvað við á. Það mat byggir á símati kennar sem fylgist auk þess með virkni, ástundun og viðhorfi nemenda í kennslustundum. Einnig mun fara fram jafningjamat og sjálfsmat að loknum ákveðnum verkefnum.
Kennsluhættir
Kennsluhættir eru af ýmsum toga. Mikið verður um umræður, samlestur, hópverkefni og kynningar. Athuganir og munu fara fram innan og utandyra. Skráning mun fara fram með ljósmyndum, myndskeiðum, teikningum og texta. Horft verður á kennslumyndbönd og notuð kennsluforrit og námsvefir frá Menntamálastofnun. Heimilda verður leitað á skólabókasafni og á veraldarvef.
Hæfniviðmið samfélagsfræði 5. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í samfélagsfræði = 5. Bekkur
Reynsluheimur
Umhverfi, samfélag, saga, menning: Hæfni nemanda til að skilja veruleikann
Að nemandi geti:
-
Sýnt fram á skilning á mikilvægum gildum, svo sem kærleika, mannhelgi, félagslegu réttlæti, umhyggju fyrir öðrum mönnum og öllu lífi,
-
Skýrt tengsl samfélags, náttúru, trúar og lífsviðhorfa fyrr og nú,
-
Fylgt ferli orsaka og afleiðinga af gerðum manna og bent á leiðir til úrbóta,
-
Gert grein fyrir einkennum og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu og sögu landsins, breytilegrar menningar, trúar og lífsviðhorfa,
-
Greint samhengi heimabyggðar við umhverfi, sögu, menningu og félagsstarf,
-
Aflað sér, metið og hagnýtt upplýsingar um menningar- og samfélagsmálefni í margvíslegum gögnum og miðlum,
-
Notað mikilvæg hugtök til að fjalla um menninag- og samfélagsmálefni,
-
Lýst náttúruferlum sem hafa áhrif á land og gróður,
-
Áttað sig á hvernig loftslag og góðurfar hafa áhrif á búsetu og lífsskilyrði,
-
Lýst með dæmum áhrifum tækni og mannlegrar athafna á samfélag og umhverfi,
-
Gert sér grein fyrir nýtingu og vernd auðlinda og umhverfis, hvernig hver einstaklingur getur lagt sitt af mörkum til verndar,
-
Notað kort og gröf til að afla sér upplýsinga,
-
Rætt á upplýstan hátt um tímabil, atburði og persónur, sem vísað er til í þjóðfélagsumræðu,
-
Metið heimildir og ólík sjónarhorn í umfjöllun um sögu og samtíð,
-
Velt fyrir sér ýmsum þáttum sem sagan hefur mótast af, svo sem umhverfi, samfélagsskipulag og þjóðfélagshreyfingum,
-
Lýst einkennum og þróun íslensks þjóðfélags og tekið dæmi um mikilvæga áhrifaþætti,
-
Dregið upp mynd af afmörkuðum efnisþáttum stórrar og smárrar sögu, nálægrar eða fjarlærar,
-
Greint hvernig sagan birtist í textum og munum, hefðum og minningum,
-
Lýst margbreytileika helstu trúarbragða og lífsviðhorfa og áhrifum þeirra á líf fólks,
-
Rætt viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði og sett í samhengi við atburði daglegs lífs,
-
Gert grein fyrir völdum frásögnum, hefðum, hátíðum, siðum og táknum í kristni og nokkrum helstu trúarbrögðum heims,
-
Borið saman valin túar- og lífsviðhorf,
-
Nefnt dæmi um áhirf helgirita helstu túarbragða á menningu og samfélög,
-
Borið kennsl á túarlegar vísanir og tjáningu í listum og bókmenntum,
-
Gert sér grein fyrir margbreytileika fjölskyldna og margvíslegum hlutverkum innan þeirra,
-
Lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta,
-
Gert grein fyrir hlutverki nokkurra helstu stofnana samfélagsins,
-
Gert grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd hennar í samfélaginu,
-
Lýst með dæmum hvernig samfélagsgerð tengist lífi einstaklinga,
-
Sýnt fram á skilnig á kostnaði eigin neyslu og sé læs á þau áhrif sem ýmis tilboð og auglýsingar hafa á eigin neyslu og á samfélagið,
-
Séð gildi slysavarna og viðbragða við slysum í heimahúsum, nærsamfélagi og náttúrunni.
Hugarheimur
Sjálfsmynd: Hæfni nemanda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum
Að nemandi geti:
-
Lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd hans, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu,
-
Lýst með dæmum gildi jákvæðra lífsviðhorfa, dygða og gildismats fyrir eigin sjálfsvitund,
-
Áttað sig á ólíkum kynhlutverkum á nokkrum sviðum og hvernig þau mótast og breytast,
-
Gert sér gein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum,
-
Vegið og metið áhrif fyrirmynda og staðalmynda, hvernig vinna megi með þau á sjálfstæðan og uppbyggjandi hátt,
-
Lýst margvíslegum tilfinningum og áttað sig á áhrifum þeirra á hugsun og hegðun,
-
Tileinkað sér heilbrigða og holla lífshætti,
-
Metið jákvæð og neikvæð áhrif ýmissa árita í umhverfinu á líf hans og tekið gagnrýna afstöðu til þeirra,
-
Gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og rætt þýðingu þess,
-
Sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn á völdum stöðum og tímum,
-
Sett sér markmið og gert áætlanir við fjölbreytt viðfangsefni.
Félagsheimur
Samskipti: Hæfni nemanda til að mynda og þróa tegnsl sín við aðra
Að nemandi geti:
-
Tekið þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu,
-
Borið kennsl á ólíkan bakgrunn fólks og virt frelsi þess til mismunandi trúar, lífsgilda, skoðana og lífshátta,
-
Metið og brugðist við ólíkum skoðunum og upplýsingum á fordómalausan hátt,
-
Rökrætt um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðislegum toga,
-
Tekið þátt í samræðu um stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur, sýnt ábyrgð í samskiptum og átti sig á réttindum sínum samkvæmt alþjóðarsáttmálum,
-
Tjóð þekkingu sína og viðhorf með fjölbreyttum hætti, einn sér og í samstarfi við aðra,
-
Nefnt dæmi um gildi jafnréttis og mannréttinda í samfélaginu og rætt áhrif staðalímynda,
-
Sýnt sanngirni, sjálfstraust og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra,
-
Rætt um eigin athafnir og afleiðingar þeirra,
-
Rætt reglur í samskiptum fólks og tekið þátt í að setja sameiginlegar leikreglur með öðrum,
-
Tekið þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt,
-
Sýnt samferafólki sínu tillitsemi og umhyggju.
Námsmat
Námsmati:
Kennsluhættir
Kennsluhættir:
Kennslugögn
Kennslugögn:
Hæfniviðmið skólaíþróttir (íþróttir, sund og dans) 5. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í skólaíþróttum – 5. bekkur
Dans
Að nemandi geti:
-
Beitt líkama sínum markvisst í dansi og hreyfingu sjáfum sér til ánægju,
-
Dansað grunnspor í paradönsum og einföldum þjóðdönsum,
-
Geti sett saman einfalt dansverk, sýnt það og valið undir leiðsögn kennara umgerð (t.d. tónlist og rými) við hæfi,
-
Tjáð sig í dansi, tengt saman hreyfingu, túlkun og tónlist og beitt kurteisisvejum í dansi,
-
Unnið sjálfstætt og með öðrum að dansverkefnum, bæði veitt og tekið á móti uppyggilegri gagnrýni og nýtt sér hana í dansi,
-
Rætt um dans út frá persónulegri upplifun.
Líkamsvitund, leikni og afkastageta í íþróttum og sundi
Að nemandi geti:
-
Gert æfingar sem reyna á loftháð þol,
-
Gert æfingar sem reyna á styrk og stöðuleika útlima og bols,
-
Gert flóknar samsettar æfingar se reyna á lipurð og samhæfingu,
-
Sýnt leikni í nokkrum mismunandi íþróttagreinum,
-
Tekið þátt í stöðluðum prófum til að meta þrek og hreysti, lipurð og samhæfingu,
-
Synt viðstöulaust baksund, skriðsund og kafsund 8 m. auk þess að stinga sér af bakka.
Félaglegir þættir í íþróttum og sundi
Að nemandi geti:
-
Sýnt virðingu og góða faramkomu hvort sem leikur vinnst eða tapast. Jafnframt viðhaft jákvæð og árangursrík samskipti til að efla liðsanda,
-
Skyrt miklvægi þess að hafa leikreglur, farið eftir þeim bæði í hóp- og einstaklingsíþrótt,
-
Rætt líkamsvitund, kynheilbrigði, staðalímyndir í íþróttaumfjöllun og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi.
Heilsa og efling þekkingar í íþróttum og sundi
Að nemandi geti:
-
Gert sér grein fyrir gildi heilbrigðs líferis fyrir starfsemi líkamans og miklvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun,
-
Útskýrt misjafnan líkamlegan þroska einstaklinga og kynja,
-
Notað hugtök sem tengjast sundiðkun og íþróttum,
-
Tengt hlutverk taugakerfis, hjarta, blóðrásar og lungna við líkalega áreynslu,
-
Nýtt niðurstöur prófa til að setja sér skammtíma- og langtímamarkmið í íþróttum og heilsurækt og unnið að þeim,
-
Sótt sér margvíslegar upplýsingar við undirbúning og úrvinnslu verkefna í skólaíþróttum og útivist,
-
Notað mælingar með mismunandi mælinákvæmni við mat á afkastagetu,
-
Tekið þátt í glímu og ýmsum leikjum,
-
Tekið þátt á ábyrgan hátt í útivist með tilliti til aðstæðna og ratað um landsvæði eftir korti.
Öryggis- og skipulags-reglur í íþróttum og sundi
Að nemandi geti:
-
Gert sér grein fyrir mikilvægi öryggis- og umgengnisregla og tekið ákvarðanir á þeim grunni. Beitt helstu atriðum skyndihjálpar, endurlífgun og bjargað jafninga á sundi stutta sundleið.
Námsmat
Námsmati í íþróttum:
Námsmati í sundi:
Námsmati í dansi:
-
Metin verða þau hæfniviðmið sem lögð eru fyrir hér að ofan ásamt vissum námsþáttum sem teknir verða fyrir, áræðni, framkomu og vinnusemi. Notast verður við rubriksskala sem er skalinn A – B+ - B – C+ - C og D.
Kennsluhættir
Kennsluhættir í íþróttum:
Kennsluhættir í sundi:
Kennsluhættir í dansi:
-
Kenndir verða dansar úr ýmsum áttum, s.s. barna- sakvæmis- , einstaklings-, hóp- og þjóðdansar.
-
Nemendur semja sína eigin dansa.
-
Unnið verður með dægulaga- og samkæmisdansatónlist.
-
Unnið verðu með samkennd, tillitsemi og virðingu gagnvart hvort öðru.
Kennslugögn
Kennslugögn í íþróttum:
Kennslugögn í sundi:
Kennslugögn í dansi:
-
Nýttar verða kennsluáætlanir úr bókinni ,,Grunnskóla Danskennarinn“ (Íris Anna Steinarrsdóttir, 2009)
-
Tónlist úr einkasafni og veraldarvefnum verður nýtt til kennslu.
Hæfniviðmið stærðfræði 5. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í stærðfræði – 5. bekkur
Að geta spurt og svarað með stærðfræði
Nemandi geti:
-
Tjáð sig um stærðfræði, ýtskýrt hugsun sína um hana fyrir öðrum, leitað lausna og sett stærðfræðileg viðfangsefni fram á fjölbreyttan hátt með því að beita skapandi hugsun, ígrundun, óformlegri og einfaldri, formlegri röksemdarfærslu, fylgt og metið rökstuðning annarra.
-
Spurt, tjáð sig munnlega og skriflega um spuringar og svör sem eru einkennandi fyrir stærðfræði og hefur innsýn í hvers konar svara má vænta,
-
Leyst stærðfræðiþrautir um viðfangsefni sem gefa tækifæri til að beita innsæi, eigin túlkun og framsetningu, byggða á fyrri reynslu og þekkingu,
-
Sett fram, meðhöndlað, túlkað og greint einföld reiknilíkön, teikningar og myndrit sem tengjast umhverfi hans og daglegu lífi,
-
Sett fram óformleg og einföld, formleg stærðfræðileg rök, skrilð og metið munnlegar og skriflegar röksemdir sem settar eru fram af öðrum
Að kunna að fara með tungumál og verkfræði stærðfræðinnar
Nemandi geti:
-
Notað hugtök og táknmál stærðfræðinnar og hentug verkfæri, þar með talin hlutbundin gögn, reiknirit, tanalínu, vasareikna og tölvu til rannsókna á stærðfræilegum viðfangsefnum og tjáð sig bæði munnlega og skriflega um lausnir stærðfræðiverkefna,
-
Notað óformlega framsetingu annar vegar og táknmál stærðfræðinnar his vegar og sýnt að hann skilu innbyrðis tengsl þeirra
-
Túlkað og notað einföld stærðfræðitákn, þar með talið breytur og einfaldar formúlur, túlkað milli táknmáls og daglegs máls,
-
Sett sig inn í og tjáð sig, bæði munnlega og skriflega, um ólíkar leiðir við lasnir stærðfræðiverkefna,
-
Valið og notað hentug verkfæri, þar með talin hlutbundin gögn, reiknirit, talnalínu, vasareikna og ölvur, til rannsókna á stærðfræðilegum veðfangsefnum.
Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar
Nemandi geti:
-
Unnið einn og í saminnu við aðra að því að rannsaka, greina, túlka, setja fram tilgátur og finna lausnir á viðfangsefnum, sem tengjast samfélagi og umhverfi með fjölbrayttum aðferðum og kynnt niðurstöður sínar, lesið og lagt mat á stærðfræðitexta,
-
Tekið þátt í að þróa fjölbreyttar launaleiðir, með því m.a. að nota skráningu með tölum, texta og teikningum,
-
Rannsakað, sett fram á skiplegan hátt og rökrætt stærðfræðilega, með því m.a. að nota hlutbundin gögn, skráingu og upplýsingatækni,
-
Lesið einfaldan, fræðilegan texta ognotað upplýsingar, þar sem stærðfræðihugtök koma fyrir,
-
Undirbúið og flutt kynningar á eigin vinnu með stærðfræði,
-
Unnið í samvinnu við aðra að lausnum stærðfræðiverkefna, þar sem byggt er á óíkum forsendum og hugmyndum nemenda,
-
Þekki helstu hugtök um fjármál og geti tekist á við verkefni úr umhverfinu eða samfélaginu, þar sem þarf að afla upplýsinga, vinna úr þeim og finna lausn,
-
Áttað sig á möguleikum og takmörkum stærðfræðinnar til að lýsa veruleikanum.
Tölur og reikningur
Nemandi geti:
-
Tjáð stærðir og hlutföll, reiknað með ræðum tölum, tekið þátt í að þróa lausnaleiðir við útreikninga, skráð svör sín með tugakerfisrithætti, nýtt sér samhengi og tengsl reikniaðgerðanna,
-
Notað ræðar tölur, raðað þeim og borið saman,
-
Notað tugakerfisrithátt og sýnt að hann skilur sætiskerfi,
-
Skráð hlutföll og brot á ólíka vegu og sýnt fram á að hann skilur sambandið milli almennra brota, tugabrota og prósenta,
-
Reiknað á hlutbundinn og óhlutbundinn hátt með ræðum tölum,
-
Tekið þátt í að þróa hentugar aðferðir við reikning með ræðum tölum sem byggja á eigin skilningi,
-
Leyst viðfangsefni sem sprottin eru úr daglegu lífi og umhverfi, með hugarreikningi, vasareikni, tölvuforritum og skriflegum útreikningum,
-
Notað almenn brot, tugabrot og prósentur við útreikninga á dalegum viðfangsefnum,
-
Nýtt sér samhengi og tengsl reikniaðgerðanna og notað algengar reiknireglur, s.s. víxlreglu, tengireglu og dreifireglu.
Algebra
Nemandi geti:
-
Rannsakað mynstur, notað bókstafi fyrir óþekktar stærðir, fundið lausnir á jöfnum með óformlegum aðferðum og notað reglur algebrunnar við reikning,
-
Rannskakað og sett fram talnamynstur á skipulegan hátt og unnið með regluleika í rúmfræði, lýst mynstrum og venslum með tölum, myndum, orðum og á táknmáli algebrunnar,
-
Notað bókstafi fyrir óþekktar stærðir í einföldum stæðum og jöfnum,
-
Fundið lausnir á jöfnum og ójöfnum með óformlegum áðferðum, þ.e. notað víxlreglu, tengireglu og dreifireglu við reikning, bæði í huga og á blaði.
Námsmat
Námsmati:
Í stærðfræði er skilað tvisvar á skólaárinu, að lokinni annarri og þriðju önn og er í formi umsagna sem er leiðbeinandi mat og einkunnargjafar í orðunum Ágætt/Á góðri leið/Þarf að þjálfa allt eftir því hvað við á. Það mat byggir á símati kennar sem fylgist auk þess með virkni, ástundun og viðhorfi nemenda í kennslustundum. Einnig mun fara fram jafningjamat og sjálfsmat að loknum ákveðnum verkefnum og gagnvirkpróf að loknum köflum eða kannanir frá kennara.
Kennsluhættir
Kennsluhættir:
Kennslugögn
Kennslugögn:
Hæfniviðmið tónmennt 5. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í tónmennt – 5. bekkur
Tónmennt
Að nemandi geti:
-
Greint og valið hljóðfæri og hljóðblæ við hæfi í tónsköpun og hlustun,
-
Beitt eigin rödd á viðeigandi hátt í ólkum raddverkum og söng, bæði í eigin verkum og annarra,
-
Notað einföld tæki og forrit til að taka uu, skrásetja og setja saman eigið hljóð- eða tónverk,
-
Tekið þátt í samspili eða samsöng með öðrum og flutt og túlkað eigin vekr eða annarra með viðeigandi hætti fyri ráheyrendur og skrásett það,
-
Greint ólíkar stíltegundir, myndað sér skoðun á þeim og röstutt hana,
-
Greint og útskýrt samhengi tónlistar og ólíkt tónlistarstíbrigði og tengt við þá menningu sem hann er sprottin úr,
-
Greint og að einhverju marki metið og endurskoðað eigin sköðunarverk og skólasystkina sinna í tónlist af sanngirni.
Námsmat
Námsmati:
Kennsluhættir
Kennsluhættir:
Kennslugögn
Kennslugögn:
Hæfniviðmið upplýsingatækni 5. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í upplýsingatækni – 5. Bekkur
Vinnulag og vinnubrögð
Nemandi geti:
-
Nýtt upplýsingar sér til gagns bæði í stýrðu námi og á eigin forsendum
-
Nýtt rafrænt námsefni á ýmsu formi í tenglum við vinnutækni, vinnulag og annað nám,
-
Sýnt sjálfstæí í vinnubrögðum undir leiðsögn og í samvinnu með öðrum,
-
Nýtt sér mismunandi tæknibúnað á hagkvæman og fjölbreyttan hátt,
-
Beitt réttri fingrasetningu.
Upplýsingaöflun og úrvinnsla
Nemandi geti:
-
Nýtt fjölbreyttar leiðir og leitarvélar við markvissa öflun upplýsinga við hæfi,
-
Nýtt rafrænt og gagnvirkt námsefni á fjölbreyttan hátt,
-
Verið gagnrýninn á gæi ýmissa upplýsinga,
-
Unnið með heimildir og sett fram einfalda heimildaskrá
-
Nýtt hugbúnað og forrit við einflda uppbyggingu og uppsetningu ritsmíða,
-
Nýtt hugbúnað/forrit við einfalda framsetningu á tölulegum gögnum.
Tækni og búnaður
Nemandi geti:
-
Nýtt hugbúnað/forrit við gerð ritunarverkefna og framsetningu tölulera gagna,
-
Nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, gerð stuttmynda og hljóð- og tónvinnslu,
-
Nýtt hugbúnað/forrit við vefsíður.
Sköpun og miðlun
Nemandi geti:
-
Rætt og útskýrt á gagnrýninn hátt eigið upplýsinga- og miðlalæsi,
-
Nýtt hugbúnað/forrit við miðlun þekkingar á skapandi og skýran hátt.
Siðferði og öryggismál
Nemandi geti:
-
Sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga og við heimildavinnu,
-
Farið eftir reglum um ábyrga netnotkun, er meðvitaður um siðferðislegt gildi þeirra og tekur ábyrgð á eigin samskipum og gögnum á neti- og netmiðlum.
Námsmat
Námsmati:
Kennsluhættir
Kennsluhættir:
Kennslugögn
Kennslugögn: