Kennsluáætlun 4. bekkur
Hæfniviðmið enska 4. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í uppl. og tæknim. eru sett fram í fimm flokkum en unnið verður með fjóra flokka = 4. bekkur
Hlustun
Að nemandi geti:
-
Skilið einfalt mál er varðar hann sjálfan og hans nánasta umhverfi þegar talað er skýrt,
-
Skilið það mál sem notað er í kennslustofunni og brugðist við með orðum eða athöfnum,
-
Fylgt meginþræði í einföldum frásögnum um kunnuglegt efni með stuðningi, t.d. af myndum, hlutum eða líkamsmáli og notað sér upplýsingarnar í eigin verkefni
Samskipti
Að nemandi geti:
-
Haldið uppi einföldum samræðum með stuðningi frá viðmælanda með eðlilegum framburði og áherslum á lykilorðaforða og kunni að beita algengustu kurteisisvenjum,
-
Spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur honum næst,
-
Skipst á upplýsingum og skoðunum við skólasystkini og kennara um efni tengt náminu,
-
Tekið þátt í samskiptaleikjum og unnið samtalsæfingar.
Frásögn
Að nemandi geti:
-
Í einföldu máli sagt frá og notað lykilorðaforða sem unnið hefur verið með í viðfangsefnum námsins og beitt eðlilegum framburði og áherslum,
-
Sagt frá eða lýst sjálfum sér, vinum, fjölskyldu, áhugamálum og nánasta umhverfi á einfaldan hátt,
-
Endursagt og lýst atburðum eða reynslu á einfaldan hátt með stuðningi hluta, mynda, tónlistar,
-
Flutt atriði, sagt stutta sögu eða lesið upp eiginn texta sem hann hefur haft tækifæri til að æfa.
Menningarlæsi
Að nemandi geti:
-
Sýnt fram á að hann kann skil á ýmsum þáttum sem snúa að daglegu lífi, s.s. fjölskyldu, skóla, frítíma og hátíðum og áttað sig á hvað er líkt eða ólíkt því sem tíðkast í hans eigin menningu,
-
Sýnt fram á að hann þekkir nokkuð til ytri umgjarðar menningarsvæðisins, s.s. landfræðilegrar legu, staðhátta og þekktra staða,
-
Sýnt fram á að hann áttar sig á að mörg algeng orð í erlenda tungumálinu eru lík og skyld öðrum sem hann þekkir.
Námshæfni
Að nemandi geti:
-
Sett sér einföld markmið og lagt mat á námsframvindu með stuðningi frá kennara ef með þarf,
-
Beitt einföldum námsaðferðum til að auðvelda námið, t.d. nýtt sér titil á texta eða myndir sem fylgja til að auðvelda skilning á inntaki,
-
Beitt sjálfsmati sem tengist viðfangsefnum námsins með stuðningi kennara eftir því sem þörf krefur,
-
Tengt ný viðfangsefni eigin reynslu og þekkingu,
-
Tekið þátt í hóp- og tvenndarvinnu, hlustað á og tekið tillit til þess sem aðrir hafa að segja,
-
Nýtt sér hjálpartæki, s.s. einfaldar orðabækur.
Námsmat
Námsmati í ensku er skilað einu sinni á skólaárinu, að lokinni þriðju önn og er í formi umsagnar sem er leiðbeinandi mat og einkunnargjafar í orðunum Ágætt/Á góðri leið/Þarf að þjálfa, allt eftir því hvað við á. Það mat byggir á símati kennara sem fylgist auk þess með virkni, ástundun og viðhorfi nemenda í kennslustundum.
Kennsluhættir
Kennsluhættir: Kennslan fer fram í 40 mín. á viku. Kennslueiningin saman stendur af nemendum í 2. til 4. bekk Munnleg tjáning og hlustun er meginviðfangsefnið og mun í samvinnunám, paravinna og söguaðferðin verða leiðir sem nýtast til þess að þjálfa nemendur í settum hæfniviðmiðum. Einngi verða spjaldtölvur, fartölvur, spil, söngur og leikræntjáning hluti af leiðunum.
Kennslugögn
Kennslugögn: Notað verður efni úr námsbókunum Speak out, Work out, Right on og námsefnismöppunni Lærum ensku auk Barnaorðabókarinnar og verkefna og námsforrita á vef Menntamálastofnunar.
Hæfniviðmið heimilisfræði 4. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í heimilisfræði – 4. bekkur
Matur og lífshættir
Að nemandi geti:
-
Tjáð sig á einfaldan hátt um heilbrigða lífshætti,
-
Valið hollan mat og útskýrt áhrif hans á líkama og líðan,
-
Farið eftir eiföldum leiðbeiningum um hreinlæti og þrif,
-
Tjáð sig um helstu kostnaðarliði við matargerð og heimilshald almennt.
Matur og vinnubrögð
Að nemandi geti:
-
Útbúið með aðstoð einfladar og hollar máltíðir,
-
Farið eftir einföldum uppskriftum og notað til þess einföld mæli- og eldhúsáhöld,
-
Sagt frá helstu hættum sem fylgja vinnu í eldhúsi,
-
Nýtt ýmsa miðla til að afla upplýsinga um einfaldar uppskriftir
Matur og umhverfi
Að nemandi geti:
-
Sett viðfangsefni heimilisfræðinnar í einfalt samhengi við sjálfbæri
-
Skilið eingldar umbúðamerkingar
Matur og menning
Að nemandi geti:
-
Tjáð sig á einfaldan hátt um jákvæð samskipti við borðhald, helstu hátíðir Íslendinga, siði sem þeim fylgja og þjóðlegan mat.
Hæfniviðmið íslenska 4. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í íslensku 4. bekkur
Talaðmál, hlustun, áhorf
Að nemandi:
-
Geti beitt skýrum og áheyrilegum framburði og nýti sér um leið helstu greinarmerki við upplestur
-
Hlusti á upplestur af ýmsum toga
-
Geti lesið, leikið eða sungið texta af ýmsum gerðum
-
Taki þátt og fái tækifæri til að horfa á leikþætti og/eða söngatriði
-
Geti sagt frá eftirminnilegum atburðum og eigin reynslu
-
Geti farið eftir samskiptareglum, hlustað, tekið þátt í umræðum og sýnt kurteisi
-
Geti komið fram og tjáð eigin skoðanir fyrir framan hóp
-
Geti hlustað á og farið eftir munnlegum fyrirmælum
-
Geti nýtt og endursagt efni af rafrænu formi sem og öðrum miðlum
Lestur og bókmenntir
Að nemandi:
-
Hafi jákvætt viðhorf til lestrar
-
Geti lesið texta með skilningi og unnið með hann
-
Geti lesið í hljóði sér til gagns og gamans
-
Geti aukið orðaforða sinn, lestrarhraða, lesskilning og málskilning
-
Læri vísur, ljóð og þulur og kynnist fjölbreyttum frásögnum, t.d. ævintýrum, þjóðsögum, blaðagreinum og fleira.
-
Fari reglulega á bókasafn og fái bækur lánaðar eftir sínu áhugasviði og lestrargetu
-
Þekki hvernig bækur eru byggðar upp, t.d. forsíðu, baksíðu, efnisyfirlit, kafla og atriðisorðaskrá
-
Geti lesið og farið eftir fyrirmælum
-
Geti beitt hugtökunum söguþráður, sögupersónur, umhverfi og boðskap
-
Geti endursagt sögu í aðalatriðum
-
Geti spáð fyrir um framhald sögu (forspá)
-
Þekki einföld hugtök í bragfræði eins og rím, kvæði, vísu og ljóðlínu
-
Þekki greinarmerkin punkt, kommu, spurningamerki og gæsalappir
-
Geti lesið úr einföldum skýringarmyndum, kortum og myndritum
Ritun
Að nemandi:
-
Haldi rétt á skriffæri, dragi rétt til stafs og skrifi skýrt og læsilega
-
Geti samið og skrifað texta frá eigin brjósti s.s. sögur, ljóð, skilaboð, sendibréf og fleira
-
Noti hugarkort
-
Geti beitt grundvallarreglum í stafsetningu og noti hjálpargögn við hæfi.
-
Stór og lítill stafur, punktur, minn/mín reglan, -ng/-nk reglan
-
-
Geti nýtt sér hugtökin upphaf, meginmál og niðurlag í byggingu texta
-
Geti búið til sögu/myndasögu með einfaldri atburðarás
-
Skrifi texta í tölvu og beiti einföldustu aðgerðum í ritvinnslu
-
Geti deilt skrifum sínum með öðrum með upplestri eða lestri lesenda
Málfræði
Að nemandi:
-
Geti leikið sér með orð og merkingu s.s. með því að ríma og fara í orðaleiki
-
Geti unnið með hugtökin hljóð, bókstafur, setning og málsgrein
-
Þekki sérhljóða og samhljóða og geti unnið með þá
-
Þekki hugtökin og vinni með samheiti og andheiti, eintölu og fleirtölu og samsett orð auk sérnafna og samnafna
-
Geti raðað í stafrófsröð og þekki notagildi þess við leit og skipulag
-
Þekki orðflokkana nafnorð, sagnorð og lýsingarorð og geri sér grein fyrir mismunandi hlutverki þeirra
-
Geti unnið með kyn, tölu, fall nafnorða
-
Þekki stigbreytingu lýsingarorða
-
Þekki nútíð og þátíð sagnorða
-
Geti unnið með algeng orðtök og málshætti
Námsmat
Námsmati í lestri er skilað þrisvar á skólaárinu, að lokinni fyrstu, annarri og þriðju önn. Formið er umsagnir sem eru leiðbeinandi mat. Það mat byggir á símati kennar sem fylgist auk þess með virkni, ástundun og viðhorfi nemenda í kennslustundum. Einnig fá nemendur endurgjöf um hvernig þeir hafa stundað heimalestur. Matstækið Lesferill er notað við mælingar á leshraða og í nóvember og mars er notað matstækið Orðarún til þess að mæla lesskilning. Á vetrarönn er metin framsögn, skrift og málfræði og að vori er metin ritun og stafsetning. Einnig vinna nemendur sjálfsmat í lestri að vori.
Kennsluhættir
Kennsluhættir eru af ýmsum toga. Haldið verður áfram vinnu við PALS-lestur sem þjálfar leshraða, framburð, endursögn og forspá. Notað verður hlustunar og myndefni af vef Menntamálastofnunar sem og námsforrit. Nemendur taka þátt í undirbúningi og fluttningi atriða á árshátíð auk þess að þjálfa framsögn og upplestur í kennslustundum. Einu sinni í viku er samverustund þar sem nemendur hlusta á upplestur á sögum eða öðru efni og syngja. Heimsóknir á bókasafn og ein kennslustund á bókasafni í viku hverri eru líka liður í íslenskukennslunni. Ritun verður þjálfuð með ýmsum verkefnum sem tengjast dagbókarskráningum, lesnu efni, orðasafni og í vinnubókum.
Kennslugögn
Kennslugögn eru lestrarbækur af ýmsum gerðum, textar úr vísnabókum, valdir textar út bókum og blöðum, lesefni af bókasafni, námsforrit, hlustunarefni og myndskeið af vef Menntamálastofnunar, málhljóðakassinn, stafakassinn og námsspil. Námsbækurnar Meira sýslað á skólasafni, Ritrún 3, Skinna 1 og 2, Lesrún, skriftarefnið Góður, betri, bestur, ljósritað efni frá kennara eða af Skólavefnum og ritunarverkefni úr Bókakistunni.
Hæfniviðmið list- og verkgreinar 4. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í list- og verkgreinum – 4. bekkur
Menningarlæsi
Að nemandi geti:
-
Unnið eftir eingöldu ferli frá hugmynd til afurðar
-
Hagnýtt þá leikni sem hann hefur öðlast í einföldum verkefnum,
-
Unnið einföld verkefni í hópi,
-
Útskýrt á einfaldan hátt áhrif vinnu sinnar á unhverfið,
-
Gert grein fyrir hugtakinu tækni og hvernig það tengist vinnu hans,
-
Fjallað á einfaldan hátt um þætti sem snerta menningu í tenglsum við verkefni sín,
-
Gengið frá eftir vinnu sína
-
Lagt mat á eigin verk.
Sjónlist
Að nemandi geti:
-
Nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á frærni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar,
-
Skapað myndverk í ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum,
-
Tjáð tilfinningar, skðanir og hugmyndaheim seinn í myndverki á einfaldan hátt,
-
Útskýrt og sýnt vinnuferli sem flerur í sér þróun frá hugmynd að myndverki,
-
Unnið út frá kveiku við eigin listsköpun,
-
Þekkt og notað hugtök og heiti sem tengjast lögmálum og aðferðum verkefna hverju sinni,
-
Fjallað um eigin verk og annarra,
-
Þekkt og gert grein fyrir völdum verkefnum listamanna. Lýst þeim og greint á einfladan hátt yrkisefnið og lyst þeim aðferðum sem beitt var við sköpun verksins,
-
Greint að einhverju leyti á milli mismuandi aðferða við gerð listaverka,
-
Greint á einfaldan hátt áhrif myndmáls í nærumhverfi hans,
-
Skilið mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar.
Handverk í hönnun og smíði
Að nemandi geti:
-
Valið og notað nokkur verkfæri sem hæfa viðfangsefni á öruggan hátt,
-
Gert grein fyrir nokkrum smíðaefnum sem unnið er með.
Hönnun og tækni í hönnun og smíði
Að nemandi geti:
-
Dregið einfalda skissu og tvívíða teikningu til að ýtskýra hugmyndir sínar,
-
Unnið verkefni frá hugmynd að fullunnum hlut með áherslu á form og útlit,
-
Framkvæmt einfaldar samsetningar,
-
Sagt frá orkugjöfum sem nota má í smíðaverkefnum og nytt virkniþætti í smíðisgripum, s.s. vorarafl, gorma og teygjur,
-
Bent á ýmis tæknifyrirbrigði er tengjast hans daglega lífi,
-
Greint einfaldar þarfir í umhverfi sínu og rætt nokkrar lausnir.
Umhverfi í hönnun og smíði
Að nemandi geti:
-
Valið efni út frá umhverfissjónarmiðum og sagt frá kostum þess að nota efni úr nærumhverfi,
-
Sýnt góða nýtingu þeirra efna sem unnið er með,
-
Beitt líkamanum rétt við vinnu sína og sýnt rétta notkun hlífðarbúnaðar.
Handverk, aðferðir og tækni í textílmennt
Að nemandi geti:
-
Notað einfaldar aðferðir greinarinnar og beitt viðeigandi áhöldum,
-
Unnið úr nokkrum gerðum textílefna,
-
Unnið eftir einföldum leiðbeiningum
Sköpun, hönnun og útfærsla í textílmennt
Að nemandi geti:
-
Tjáð hugmyndir sínar með einfladri skissu,
-
Skreytt textílvinnu á einfaldan hátt,
-
Gert grein fyrir musmunandi tegundum handverks og notað nokkur hugtök sem engjast greininni,
-
Leitað að einföldum upplýsingum i nokkrum miðlum
Menning og umhverfi í textílmennt
Að nemandi geti:
-
Sagt frá íslensku hráenfi og unnið með það á enfaldan hátt,
-
Sagt frá nokkrum tegundum textíefna,
-
Fjallað um mismunandi klæðnað fólks með tilliti til veðurfars, athafna og tilefna,
-
Notað ný og endurunnin efni í textílvinnu.
Hæfniviðmið náttúrufræði og umhverfismennt 4. bekkur
Í náttúrugreinum eru tveir flokkar hæfniviðmiða sem eiga að fléttast saman.
Annars vegar hæfniviðmið um verklag og hins vegar hæfniviðmið um viðfangsefni. = 4. bekkur
Verklag
-
Geta til aðgerða
-
Nýsköpun og hagnýting þekkingar
-
Gildi og hlutverk vísinda og tækni
-
Vinnubrögð og færni
-
Ábyrgð á umhverfinu
Geta til aðgerða
Að nemandi geti:
-
sýnt virkni og látið sig varða nánasta umhverfi og lífsskilyrði lífvera í því
-
greint á milli ólíkra sjónarmiða sem varða málefni daglegs lífs
Nýsköpun/hagnýting þekkingar
Að nemandi geti:
-
komið auga á þarfir og vandamál í umhverfi sínu
Gildi/Hlutverk vísinda og tækni
Að nemandi geti:
-
í máli og myndum miðlað hugmyndum sem tengjast náttúruvísindum
-
notað einföld hugtök úr náttúruvísindum í textaskrifum
-
gert sér grein fyrir hvernig maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans byggist á samspilinu við hana
Vinnubrögð og færni
Að nemandi geti:
-
sagt frá og framkvæmt með hversdagslegum hlutum einfaldar athuganir úti og inni
-
aflað sér upplýsinga er varða náttúruna
-
skráð atburði og athuganir með ljósmyndum, teikningum, eigin orðum og sagt frá þeim
-
hlustað á og rætt hugmyndir annarra
-
notað ólíkar heimildir til upplýsingaöflunar
Ábyrgð á umhverfi
Að nemandi geti:
-
tekið eftir og rætt atriði í umhverfinu sínu, sýnt félögum og náttúru alúð
-
skoðað og skráð dæmi um áhrif af gjörðum mannsins á náttúru og manngert umhverfi í heimabyggð
-
nýtt reynslu og hæfni í námi og daglegu lífi, einn og með öðrum
-
rætt eigin lífssýn og gildi, gert sér grein fyrirsamspili náttúru og manns
Viðfangsefni
Hæfniviðmið um viðfangsefni skiptast í:
-
Að búa á jörðinni
-
Lífsskilyrði manna
-
Náttúra Íslands
-
Heilbrigðiumhverfisins
-
Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélaginu
Að búa á jörðinni
Að nemandi geti:
-
tekið þátt í og sagt frá einföldum athugunum á jarðvegi, veðrun og rofi
-
sagt frá hvernig Ísland myndast og tekur breytingum
-
notað gervihnatta- og loftmyndir af yfirborði jarðar til að lýsa heimabyggð
Lífsskilyrði manna
Að nemandi geti:
-
rætt fjölbreytni í nýtingu vatns á heimilum og í umhverfinu
-
lýst skynjun sinni og upplifun af breytingum á hljóði, ljósi og hitastigi og áhrifum sólarljóss á umhverfi, hitastig og líkamann og tengt hitastig við daglegt líf
-
bent á skaðleg efni og hvernig ýmsir sjúkdómar og sýklar eru smitandi
Náttúra Íslanda
Að nemandi geti:
-
útskýrt einkenni lifandi vera, skýrt með dæmum lífsskilyrði lífvera og tengsl við umhverfi
-
lýst algengustu lífverum í nánastta umhverfi sínu
-
útskýrt fæðukeðjur og rakið fæðu til frumframleiðenda
-
greint á milli algengustu orkugjafa á Íslandi
-
sagt frá náttúruhamförum sem búast má við á Íslandi og hvar þær verða
Heilbrigði umhverfisins
Að nemandi geti:
-
fjallað um samspil manns og náttúru
-
gert grein fyrir þjónustu sem náttúrulegir ferlar veita
-
sett í samhengi mismunandi ástand efna og eiginleika þeirra
-
flokkað úrgang
Samspil vísinda,tækni og þróunar í samfélagi
Að nemandi geti:
-
flokkað gerviefni og náttúrulegt efni eftir tilurð þeirra
-
lýst eiginleikum hljóðs og ljóss og ýmsum fyrirbærum með tilliti til hljóðs og lita
-
sagt frá þróun algengra rafmagnstækja og áhrifum segla
-
rætt hvernig uppfinningarhafa gert líf fólks auðveldara eða erfiðara, á heimilum og í ólíkum atvinnugreinum
Kennslugögn
Kennslugögn eru náms- og verkefnabækurnar Komdu og skoðaðu bílinn, Komdu og skoðaði himingeiminn, Komdu og skoðaðu tæknina, Komdu og skoðaðu land og þjóð auk forrita, námsvefja og myndskeiða á hjá Menntamálastofnun. Einnig verður leitað fanga á bókasafni skólans og á veraldarvefnum.
Námsmat
Námsmati í náttúrugreinum er skilað tvisvar á skólaárinu, að lokinni annarri og þriðju önn og er í formi umsagna sem er leiðbeinandi mat og einkunnargjafar í orðunum Ágætt/Á góðri leið/Þarf að þjálfa allt eftir því hvað við á. Það mat byggir á símati kennar sem fylgist auk þess með virkni, ástundun og viðhorfi nemenda í kennslustundum. Einnig mun fara fram jafningjamat og sjálfsmat að loknum ákveðnum verkefnum.
Kennsluhættir
Kennsluhættir eru af ýmsum toga. Mikið verður um umræður, samlestur, hópverkefni og kynningar. Athuganir og munu fara fram innan og utandyra. Skráning mun fara fram með ljósmyndum, teikningum og texta. Horft verður á kennslumyndbönd og notuð kennsluforrit og námsvefir frá Menntamálastofnun. Heimilda verður leitað á skólabókasafni og á veraldarvef.
Hæfniviðmið samfélagsgreinar 4. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í samfélagsgreinum tengjast grunnþáttum menntunar og er skipt í þrjá flokka: 4. bekkur
Reynsluheim
Hæfni nemanda til þess að skilja veruleikann
Að nemandi geti:
-
borið kennsl á gildi, svo sem virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhyggju og sáttfýsi,
-
bent á tengsl valinna þátta í samfélagi, náttúru, trú og lífsviðhorfi, einkum í nærsamfélaginu,
-
lýst samhengi orða, athafna og afleiðinga,
-
nefnt dæmi um einkenni og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu, sögu og menningar,
-
sagt frá einkennum og sögu heimabyggðar og tengslum við önnur svæði á Íslandi,
-
aflað sér og nýtt vitneskju um samfélagsmálefni í námsgögnum og miðlum ,
-
rætt um samfélagið og notað valin hugtök í því samhengi,
-
gert sér grein fyrir nokkrum einkennum þess að náttúrufar breytist vegna ytri áhrifa,
-
sagt frá dæmum, um hvernig loftslag og gróðurfar hafa áhrif á hvernig fólk lifir,
-
bent á dæmi um áhrif tækni og framkvæmda á mannlíf og umhverfi,
-
gert sér grein fyrir gildi náttúru og umhverfis og mikilvægi góðrar umgengni,
-
áttað sig á hlutverki landakorta og notagildi þeirra,
-
sagt frá atburðum og persónum á völdum tímum, sem tengjast nærsamfélaginu,
-
velt fyrir sér upplýsingum, gildi þeirra og áreiðanleika,
-
komið auga á nokkra þætti sem hafa haft áhrif á mannlífið í tímans rás, svo sem umhverfi og skipulag samfélaga,
-
sagt frá gerð og mótun íslensks samfélags fyrr og nú,
-
sagt frá völdum þáttum og tímabilum í sögu fjölskyldu og heimabyggðar,
-
bent á dæmi um hvernig sagan birtist í munum og minningum,
-
áttað sig á að trúar- og lífsviðhorf fólks birtast í mismunandi viðhorfum, siðum og venjum,
-
velt fyrir sér nærtækum spurningum sem tengjast trú, lífsviðhorfi og breytni,
-
áttað sig á mikilvægi fjölskyldunnar og fjölbreytni fjölskyldugerða í samfélagi manna,
-
bent á dæmi um lýðræðislega þætti í nærsamfélaginu,
-
bent á nokkrar mikilvægar stofnanir samfélagsins,
-
áttað sig á gildi samhjálpar í samfélaginu,
-
áttað sig á að hann er hluti af stærra samfélagi,
-
lýst kostnaði vegna eigin neyslu og átti sig á ýmsum tilboðum sem hvetja til útgjalda og neyslu,
-
varast hættur á heimili sínu og í nágrenninu.
Hugarheim
Hæfni nemanda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum
Að nemandi geti:
-
sagt frá sjálfum sér með hliðsjón af búsetu, uppruna, fjölskyldu, siðum og venjum,
-
bent á gildi jákvæðra viðhorfa og gilda fyrir sjálfan sig,
-
bent á dæmi um hefðbundin kynhlutverk og breytingar á þeim,
-
gert sér grein fyrir hvar styrkur hans liggur,
-
bent á fyrirmyndir sem hafa áhrif á hann,
-
áttað sig á og lýst ýmsum tilfinningum, svo sem gleði, sorg og reiði,
-
gert sér grein fyrir þörf sinni fyrir næringu, hvíld, hreyfingu og hreinlæti,
-
gert sér grein fyrir að í umhverfinu eru margvísleg áreiti, jákvæð og neikvæð, sem hafa áhrif á líf hans,
-
gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna,sett sig í spor annarra jafnaldra,
-
sett sér markmið og gert áætlanir við úrlausn afmarkaðra verkefna.
Félagsheim
Hæfni nemanda til að mynda og þróa tengsl sín við aðra
Að nemandi geti:
-
tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi,
-
áttað sig á að fólk býr við ólík fjölskylduform, hefur ólíkan bakgrunn og ber virðingu fyrir mismunandi lífsviðhorfum og lífsháttum,
-
hlustað á og greint að, ólíkar skoðanir,
-
rætt um valin samfélagsleg og siðferðileg málefni,
-
rætt um réttindi sín og skyldur í nærsamfélaginu og sýnt ábyrgð í samskiptum við aðra og þekki til Barnasáttmála Sameinuðu , þjóðanna,
-
tjáð þekkingu sína og viðhorf með ýmsum hætti,
-
áttað sig á gildi jafnréttis í daglegum samskiptum,
-
sýnt tilitssemi og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra,
-
áttað sig á ýmiss konar afleiðingum athafna sinna,
-
sýnt að hann virðir reglur í samskiptum fólks, skráðar og óskráðar, og nefnt dæmi um slíkar reglur,
-
sett sig inn í málefni nærsamfélagsins,
-
sýnt tillitssemi og umhyggju í leik og starfi.
Námsmat
Námsmati í samfélagsgreinum er skilað tvisvar á skólaárinu, að lokinni annarri og þriðju önn og er í formi umsagna sem er leiðbeinandi mat og einkunnargjafar í orðunum Ágætt/Á góðri leið/Þarf að þjálfa allt eftir því hvað við á. Það mat byggir á símati kennar sem fylgist auk þess með virkni, ástundun og viðhorfi nemenda í kennslustundum.
Kennsluhættir
Kennsluhættir eru af ýmsum toga. Mikið ber á umræðum, bekkjarfundum og hópastarfi. Notuð verður leikræntjáning, upplestur frá kennara, frásagnir nemenda og myndsköpun. Einstaklings vinna verður í verkefnabókum auk þess sem aðferðinni 1, fleiri, allir verður beitt við úrlausnir verkefna. Horft verður á kennslumyndbönd og notað efni frá Menntamálastofnun og af veraldarvef.
Kennslugögn
Kennslugögn eru náms- og verkefnabækurnar Komdu og skoðaðu land og þjóð, Ísland-veröld til að njóta, Lífið fyrr og nú, Góða ferð, Af hverju eru fjöllin blá og Könnum kortin 2 auk bóka af bókasafni sem fjall um samskipti og vináttu.
Hæfniviðmið skólaíþróttir (íþróttir, sund og dans) 4. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í skólaíþróttum – 4. bekkur
Dans
Að nemandi geti:
-
Hreyft sig frjálst og í takt við tónlist í samræmi við hreyfigetu eigin líkama,
-
Dansað einföld hreyfimynstur og notað þau í paradönsum, barnadönsum og einföldum þjóðdönsum,
-
Tekið þátt í skapandi dansferli með jafningju undir leiðsögn kennara,
-
Tengt saman hreyfingu og tónlist í dansi og virt samskiptareglur,
-
Tekið tillit til jafningja í samstarfi,
-
Hlustað á hugmyndir þeirra og lagt fram eigin,
-
Rætt um hreyfingu í takt við tónlist út frá persónulegri upplifun
Líkamsvitund, leikni og afkastageta í íþróttum og sundi
Að nemandi geti:
-
Gert fingar sem reyna á þol,
-
Gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvægi og hreyfijafnvægi,
-
Sýnt einfaldar hreyfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu,
-
Sýnt nokkrar boltafærni og tekið þátt í nokkrum mismunandi boltaleikjum,
-
Tekið þátt í stöðluðum prófum,
-
Kafað, velt sér á kvið á bak og öfugt og tekið þátt í leikum í vatni. Synt spoðtök, bringusund, skólabaksund, baksund og skriðsund með eða án hjálpartækja stuttar vegalengdir
Félaglegir þættir í íþróttum og sundi
Að nemandi geti:
-
Unnið með þær tilfinningar sem fylgja því að vinna og tapa í leikjum,
-
Skilið skipulagshugtök í skólaíþróttum og farið eftir leikreglum,
-
Gert sér grein fyrir eigin líkamsvitund og einkastöðum líkamans.
Heilsa og efling þekkingar í íþróttum og sundi
Að nemandi geti:
-
Skýrt mikilvægi hreinlætis í tenglsum við íþróttir og sundiðkun,
-
Útskýrt líkamlegan mun á kynjum,
-
Notað einföld hugtök sem tengjast sundiðkun, íþróttum og líkamlegri áreynslu,
-
Þekkt heiti helstu l´kamshluta, magn- og afsöðuhugtaka og hreyfinga,
-
Sett sér einföld þjálfunarmakmið í íþróttum og heilsurækt og unnið að þeim,
-
Sótt og unnið úr einföldum upplýsingum varðandi íþróttir,
-
Gert einfaldar mælinar og talningar í leikjum,
-
Tekið þátt í gömlum íslenskum leikjum og æfingum,
-
Tekið þátt í útivist og búið sig til útiveru með tilliti til verðurs. Ratað um skólahverfi sitt og þekkt göngu- og hjólaleiðir nærumhverfis.
Öryggis- og skipulags-reglur í íþróttum og sundi
Að nemandi geti:
-
Fari eftir öryggis-, skipulags- og umgengnisreglum sundstaða og íþ´rottahúsa og brugðist við óhöppum.
Námsmati í dansi:
-
Metin verða þau hæfniviðmið sem lögð eru fyrir hér að ofan ásamt vissum námsþáttum sem teknir verða fyrir, áræðni, framkomu og vinnusemi. Notast verður við rubriksskala sem er skalinn A – B+ - B – C+ - C og D.
Kennsluhættir
Kennsluhættir í dansi:
-
Kenndir verða dansar úr ýmsum áttum, s.s. barna- sakvæmis- , einstaklings-, hóp- og þjóðdansar.
-
Nemendur semja sína eigin dansa.
-
Unnið verður með dægulaga- og samkæmisdansatónlist.
-
Unnið verðu með samkennd, tillitsemi og virðingu gagnvart hvort öðru.
Kennslugögn
Kennslugögn í dansi:
-
Nýttar verða kennsluáætlanir úr bókinni ,,Grunnskóla Danskennarinn“ (Íris Anna Steinarrsdóttir, 2009)
-
Tónlist úr einkasafni og veraldarvefnum verður nýtt til kennslu.
Hæfniviðmið stærðfræði 4. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í stærðfræði – 4. bekkur
Tölur og reikningur
Að nemandi:
-
Þekkir sætiskerfið (tíundu hlutar, eining, tugur, hundrað og þúsund)
-
Þekkir neikvæðar og jákvæðar tölur, getur raðað þeim og staðsett á talnalínu.
-
Þekkir almenn brot og hugtök tengd þeim.
-
Skilur tengslin milli margföldunar og samlagningar annars vegar og deilingar og frádráttar hins vegar.
-
Skilur innri tengsl margföldunar og deilingar.
-
Kann að deila.
-
Kann og getur nýtt sér marföldunartöfluna upp í 10.
-
Getur lagt saman tugabrot með einum aukastaf.
-
Getur dregið frá tugabrot með einum aukastaf.
-
Getur nýtt sér reiknivél.
-
Getur staðsett hluti og tölur í hnitakerfi/rúðuneti.
Helstu hugtök: margfeldi, margföldun, deiling, fjórfalt, fjórðungur, almenn brot, teljari, nefnari, námundun, aukastafur, ganga upp í, grunnmengi, jákvæð tala, neikvæð tala, náttúrulegar tölur, tíundi hluti.
Algebra
Að nemandi
-
Getur leyst einfaldar jöfnur.
-
Getur leyst úr talnamynstrum
Helstu hugtök: Andhverfa, jafna
Rúmfræði og mælingar
Að nemandi:
-
Þekkir tvívíð form og getur lýst einkennum og eiginleikum þeirra.
-
Þekkir þrívíð form og getur lýst einkennum og eiginleikum þeirra.
-
Þekkir rétt, hvöss og gleið horn.
-
Kann að spegla.
-
Getur fundið spegilása í myndum og hlutum.
-
Þekkir samhverfu og getur gert samhverfar myndir.
-
Kann að hliðra og þekkir skilur hugtakið.
-
Þekkir og getur mælt flatarmál.
-
Þekkir og getur mælt rúmmál.
-
Getur mælt lengd og þyngd með viðeigandi mælieiningu.
-
Getur lesið af og skilið hefðbundna og stafræna klukku.
Helstu hugtök: Metrakerfið, líter, meter, tvívíð form, þrívíð form, fermetri, flatarmál, ummál, rúmmál, horn (rétt, gleitt, hvasst), hornrétt, hnitakerfi, hliðrun, speglun, hnitakerfi, stækkun, minnkun, klukkutími, hálftími, korter, stundarfjórðungur, mínúta, sekúnda
Tölfræði og líkindi
Að nemandi:
-
Getur safnað saman og flokkað gögn.
-
Getur sett upplýsingar upp í töflu.
-
Getur sett upp súlurit.
-
Getur sett upp línurit.
-
Getur lesið úr einföldum súlu- og línuritum.
-
Getur nýtt sér Excel til að setja upp súlu- og línurit.
-
Getur borið saman líkindi (miklar/litlar líkur)
Helstu hugtök: gögn, súlurit, töflur, myndrit, flokkun, línurit, tíðasta gildi, tíðnitafla
Annað
Að nemandi:
-
Geti unnið með öðrum við leysa stærðfræðiverkefni
-
Læri að tjá sig um stærðfræðilega hugsun
-
Læri að komi hugsunum sínum í orð
-
Geti notað hugtök og tákn úr stærðfræði og hentug hjálpargögn
-
Geti tekið þátt í samræðum um stærðfræðileg verkefni
-
Geti lesið og rætt um einfaldar upplýsingar, þar sem stærðfræðileghugtök eru notuð
-
Geti túlkað einföld reiknilíkön, talnalínur, teikningar og myndrit sem tengist umhverfi hans og daglegu lífi
-
Geti gert sér grein fyrir verðgildi peningar
Námsmat
Námsmati í stærðfræði er skilað tvisvar á skólaárinu, að lokinni annarri og þriðju önn. Formið eru kannanir sem kanna þekkingu og umsagnir sem eru leiðbeinandi mat. Það mat byggir á símati kennar sem fylgist auk þess með virkni, ástundun og viðhorfi nemenda í kennslustundum.
Kennsluhættir
Kennsluhættir eru af ýmsum toga. Innlögn og umræður mun fara fram í krók. Bæði verður hefðbundin kennslu í skólastofunni en hún samanstendur af vinnu í vinnubókum og verklegum æfingum og spilum sem þjálfa þá þætti sem verið er að vinna með í vetur. Þá ætlum við líka að fara út og samtvinna útinám og stærðfræði með því að nota umhverfið í stærðfræði þjálfuninni. Nemendur vinna einnig með stærðfræðihugtök í spjaldtölvur.
Við ætlum líka að skoða það hvort að PALS (pör að læra saman) stærðfræði hentar sem kennsluháttur í hópnum.
Kennslugögn
Kennslugögn: Grunnbækurnar okkar er Sproti 4a og 4b. Önnur kennslugögn eru Í undirdjúpunum, Viltu reyna?, ljósrit úr Einingu og öðrum bókum, ýmis hjálpartæki, ss. talnagrindur, málbönd, tommustokkar, form, kennslupeningar, spilapeningar, sentikubbar, sætisgildiskubbar, einfestukubbar, rökkubbar, vasareiknir, spil og margt fleira.
Hæfniviðmið tónmennt 4. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í tónmennt – 4. bekkur
Tónmennt
Að nemandi geti:
-
Þekkt hlóðfæri og hljóðblæ í tónsköpun og hlustun,
-
Greint ólíkar raddir og beitt rödd sinni sem hljóðfæri í samsöng og spuna,
-
Leikið einflada fytma eða þrástef á slagverkshlj´ðfæri og önnur skólahlj´ðfæri,
-
Tekið þátt í að skapa og flytja einfalt tónverk/hljóðverk og skráð það á einfaldan hátt,
-
Geint einföld skíðbrigði í tónlist (t.d. íslensk þjóðlög),
-
Rætt um eignin tónlist og annarra út frá smekk og upplifun.
Hæfniviðmið upplýsinga og tæknimennt 4. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í uppl. og tæknim. eru sett fram í fimm flokkum – 4. Bekkur
Vinnulag og vinnubrögð
Að nemandi geti:
-
nýtt upplýsingaver sér til gagns og ánægju, s.s. til lesturs, hlustunar og leitarnáms,
-
nýtt rafrænt námsefni á einföldu formi til stuðnings við vinnutækni og vinnulag,
-
gert sér grein fyrir ólíkum aðferðum við notkun á ýmsum tæknibúnaði,
-
beitt undirstöðuatriðum í fingrasetningum,
-
sýnt frumkvæði og tekið þátt í samvinnuverkefnum undir leiðsögn
Upplýsinga-öflun og úrvinnsla
Að nemandi geti:
-
leitað upplýsinga og nýtt við verkefnavinnu,
-
nýtt rafrænt og gangvirkt námsefni,
-
unnið með heimildir,
-
nýtt upplýsingatækni og forrit við uppbyggingu einfaldara verkefna,
-
nýtt hugbúnað/forrit við framsetningu á einföldum tölulegum gögnum
Tækni og búnaður
Að nemandi geti:
-
notað einfaldan hugbúnað/forrit við myndvinnslu,
-
nýtt hugbúnað við einfalda vefsmíð,
-
notað hugbúnað/forrit við einföld ritunar-verkefni og fram-setningu tölulegra gagna
Siðferði og öryggis-mál
Að nemandi geti:
-
sýnt ábyrgð í meðferð-upplýsinga,
-
farið eftir einföldum reglum um ábyrga net-notkun og er meðvitaður um siðferðislegt gildi þeirra
Sköpun og miðlun
Að nemandi geti:
-
notað hugbúnað/forrit við miðlun þekkingar á einfaldan hátt,
-
lýst á einfaldan hátt eigið upplýsinga og miðlalæsi
Námsmat
Námsmat í upplýsinga- og tæknimennt er skilað einu sinni á skólaárinu, að lokinni þriðju önn og er í formi umsagnar sem er leiðbeinandi mat og einkunnargjafar í orðunum Ágætt/Á góðri leið/Þarf að þjálfa, allt eftir því hvað við á. Það mat byggir á símati kennar sem fylgist auk þess með virkni, ástundun og viðhorfi nemenda í kennslustundum.
Kennsluhættir
Kennsluhættir: Notaðar eru fartölvur og spjaldtölvur skólans í uppl. og tæknim.tímum sem og mörgum öðrum kennslustundum. Auk þess er farið á bókasafnið bæði til gagnaöflunar, yndislesturs eða náms þar sem nemendur læra að nýta sér bókasafn.
Kennslugögn
Kennslugögn: er flest að finna á vef Námsgagnastofnunar í formi kennsluforrita en einnig nota nemendur námsefnið Meira sýslað á skólasafni.