top of page

Félagsstarf nemenda

Félags- og tómstundastarf er mikilvægt fyrir börn og unglinga. Stefnt er að því að nemendur í Kerhólsskóla fá svokölluð bekkjarkvöld tvisvar sinnum á vetri sem bekkjarfulltrúar (foreldrar bekkjanna) sjá um. Auk þessa geta Nemendafélag Kerhólsskóla (NFK), bekkjarfulltrúar eða foreldrafélagið skipulagt viðburði fyrir einstaka árganga, bekkjardeildir eða alla nemendur skólans.

 

 

Frístund er í boði fyrir nemendur í 1. - 4. bekk eftir skóla og til klukkan 16:15. Foreldrar sækja sérstaklega um fyrir börnin sín og greiða vistunartíma sem um er beðinn. Þá er frístundaklúbbur fyrir nemendur í 5.-7. bekk einu sinni í viku og félagsmiðstöð fyrir 8.-10. bekk starfandi innan veggja skólans og eru á vegum sveitafélagsins. Frístund er í umsjá Kerhólsskóla og frístundaklúbbur og félagsmiðstöðin í umsjá Guðrúnar Ásu Kristleifsdóttur heilsu- og tómstundafulltrúa.

Tómstundastarf og félagslíf

bottom of page