Áætlun um forvarnir gegn áfengis- og fíkniefnanotkun
Skýr mörk
Ófrávíkjanlegar grundvallarreglur
Þessi hegðun er ekki liðin í skólanum
Hegðun sem ógnar öryggi er óheimil:
-Líkamlegt/andlegt ofbeldi
-Ávana- eða fíkniefni þar með talið áfengi og tóbak
-Ögranir eða hótanir
-Skemmdarverk og þjófnaður
-Áhættuhegðun
Hegðun sem hindrar nám og kennslu er óheimil:
-Óvirðing
-Ögrun
-Ítrekað brot á almennum reglum
Svona brotum verður vísað til stjórnenda, það er þegar allar skýru reglurnar hafa verið brotnar.
Þá er uppbygginaráætlun sett í gang.
Samningar og uppbyggaráætlun notað.
Hlutverk skólans
1. Fræðsla / miðlun upplýsinga – markmiðið er að draga úr fjölda þeirra sem ánetjast reykingum eða öðrum vímuefnum.
2. Íhlutun / afskipti af nemendum í vanda – markmiðið er að veita þeim nemendum sem komnir eru í neyslu og foreldrum þeirra aðstoð.
3. Lífsleikni – markmiðið er að nemendur öðlist sem besta færni í aðlögunarhæfni og í að sýna jákvæða hegðun þannig að þeir séu betur í stakk búnir til að takast á við áskoranir og kröfur daglegs lífs. Lífsleiknikennsla á einnig að stuðla að heilbrigðum lífstíl nemenda.
4. Foreldrasamstarf – stuðla að sem bestri samvinnu milli heimila og skóla.
Leiðir
Að fræða nemendur um skaðsemi tóbaks, áfengis og annarra fíkniefna og afleiðingar af neyslu þessara efna með ýmsum leiðum svo sem með því að fá gestafyrirlesara í heimsókn í skólann. Raða niður námsefni í forvörnum á árgangana. Ákveða í hvaða námsgreinum ætti að taka fyrir afmarkaða þætti forvarnastarfsins.
1. Á yngsta stigi er lögð áhersla á heilbrigða lifnaðarhætti og markvisst reynt að kenna jákvæða hegðun og góð samskipti.
2. Á miðstigi er áhersla lögð á einstaklingana sjálfa, sjálfsvirðingu og samskipti við aðra. Markviss fræðsla um skaðsemi reykinga og annarra vímugjafa hefst á þessu stigi .
3. Á unglingastigi heldur fræðslan um skaðsemi vímuefna og afleiðingar neyslunnar áfram. Einnig þarf að fá nemendur til að taka markvissa afstöðu til þessara mála. Líta á reykingar og rafrettur sem alvarlegt heilbrigðisvandamál og oft fyrirboða annarrar neyslu.
Ferill vímuefnamála í Kerhólsskóla
TÓBAK
Reykingar og önnur neysla tóbaks eru bannaðar á skólatíma. Foreldrum er gert viðvart ef nemandi verður uppvís að reykingum. Hafi kennarar eða annað starfsfólk skólans grun um að nemandi sé farinn að reykja eru foreldrar látnir vita um þann grun af umsjónarkennara, deildarstjóra eða skólastjóra.
ÁFENGI OG FÍKNIEFNI
-
Ef sterkur grunur um neyslu áfengis eða fíkniefna / annara vímugjafa nemanda vaknar er umsjónarkennara tilkynnt um málið. Jafnframt hefur þá skólastjóri samband við foreldra viðkomandi nemanda og segir frá rökstuddum grunsemdum og bendir foreldrum á hvert þeir geti leitað eftir aðstoð.
-
Ef staðfestar upplýsingar liggja fyrir um neyslu nemanda á áfengi eða fíknefni / öðrum vímugjöfum skal umsjónarkennari, deildastjóri eða skólastjóri strax boða foreldra til fundar, kynna þeim málið og láta vita um framgang málsins.
-
Málinu vísað til nemendaverndarráðs.
-
Skólastjóri tilkynnir barnaverndaryfirvöldum skriflega um málið.
-
Skóli og barnaverndaryfirvöld vinna saman að framgangi máls.
Nemendaverndarráð samanstendur af:
-
Skólastjórnendum
-
Umsjónarkennara
-
Skólahjúkrunarfræðing
-
Námsráðgjafa
-
Sérkennara
-
Öðru starfsfólki sem við á
Hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra
ÝMSAR STAÐREYNDIR
ÞAÐ SEM ÝTT GETUR UNDIR FÍKNIEFNANEYSLU BARNA:
-
Lélegt eða lítið sjálfstraust.
-
Aðgerðarleysi bæði foreldra og skóla.
-
Útivist eftir leyfilegan útivistartíma.
-
Óæskilegar hópamyndanir.
-
Reykingar sem hefjast á unga aldri.
-
Gott aðgengi að áfengi.
-
Eftirlitslaus unglingasamkvæmi.
-
TÖLFRÆÐILEGAR STAÐREYNDIR
Rannsóknir sýna að:
-
Líkur á að börn/unglingar ánetjist fíkniefnum eru minni ef þau reykja ekki.
-
Líkur á að börn/unglingar ánetjist fíkniefnum eru 74% ef þau neyta áfengis í miklum mæli, en aðeins 3% líkur ef áfengisneysla er engin eða mjög lítil.
ÆSKILEGT FORELDRASAMSTARF
-
Að foreldrar séu í virku samstarfi við skólann um vímuvarnir, t.d. með því að standa fyrir fyrirlestrum eða kynningum um forvarnir.
-
Að viðhalda foreldraeftirliti og foreldrarölti.
GÓÐ RÁÐ FYRIR FORELDRA
Forvarnir eru ekki bara fyrirlestur um eiturlyf. Það felst einnig forvörn í því að:
-
gefa sér tíma með barninu til að gera eitthvað skemmtilegt
-
hlusta á álit barnsins og hvetja það til að hafa sjálfstæð markmið og skoðanir
-
hvetja barnið til hvers konar heilbrigðrar tómstundaiðkunar
-
vera börnunum góð fyrirmynd.
Þá er rétt að geta þess að góð reynsla er af foreldraröltinu og vafalítið felst ágæt forvörn í því, ef rétt er á málum haldið.
Grunur um neyslu
EF ÞIG GRUNAR AÐ BARNIÐ ÞITT NOTI VÍMUEFNI, ER MIKILVÆGT AÐ BREGÐAST RÉTT VIÐ
-
Það er eðlilegt að finna til vanmáttarkenndar og hræðslu, en í fæstum tilfellum er barnið í bráðri lífshættu.
-
Haltu rósemi þinni. Ekki ráðast á barnið með ásökunum og æsingi því að þá er hætta á að þú missir traust þess.
-
Ekki sökkva þér niður í sjálfsásökun. Það þarf ekki að vera að þú hafir brugðist í foreldrahlutverkinu.
-
Aflaðu þér upplýsinga um vímuefni. Þær má finna á bókasöfnum, á netinu og hjá forvarna- og heilbrigðisaðilum.
-
Gerðu þér far um að kynnast vinum barnsins þíns. Vinahópur, lífsstíll og áhugamál barnsins segja mikið um líkurnar á vímuefnanotkun.
-
Hafðu samband við aðra foreldra sem eru í svipaðri stöðu. Reynsla þeirra getur oft hjálpað mjög mikið.
-
Ef þér er sagt “Það gera þetta allir” – eða – “það mega þetta allir” skaltu vera á varðbergi. Þeir sem nota þessi orðatiltæki hafa sjaldnast rök fyrir skoðun sinni. Orðatiltækin duga einungis á foreldra sem láta ekki skynsemina ráða eða þora ekki að hafa sjálfstæðar skoðanir.
AÐVÖRUNARMERKI UM VANLÍÐAN HJÁ UNGU FÓLKI
-
Líkamleg einkenni:
-
áhugaleysi á eigin útliti t.d. klæðnaði eða hreinlæti
-
minnkandi matarlyst
-
óvæntir sjúkdómar, slys eða verkir
-
breyting á svefnvenjum
Tilfinningaleg einkenni:
-
áhugaleysi, uppgjöf eða vonleysi
-
kvíði, spenna, álag
-
þreyta, aukin svefnþörf
-
skyndilegir erfiðleikar í sambandi við einbeitingu / rökhugsun
-
sektarkennd og samviskubit
-
miklar skapsveiflur og skapbrestir
-
einangrun eða minnkandi ánægja af félagslegum samskiptum
Hegðunarleg einkenni:
-
versnandi árangur í skóla
-
minnkandi áhugi á íþróttum og tómstundamálum
-
sjálfseyðileggjandi hegðun
-
aukin vímuefnaneysla
-
ögrandi lífsstíll t.d. klæðnaður sem táknar dauða eða vímuefni
-
áhugaleysi um eigur sínar
-
andfélagsleg hegðun t.d. þjófnaðir eða árásir.
Gagnlegar heimasíður
http://www.logreglan.is/adstod/fikniefnasiminn/ - Fíkniefnasími lögreglunnar
http://www.forvarnir.is/ - Vefsetur um vímuefnamál
http://www.logreglan.is/ - Lögregluvefurinn
http://www.landlaeknir.is/ - Landlæknir
http://www.marita.is/ - Forvarnarsvið Samhjálpar
http://www.samkop.is/ - Samtök foreldrafélaga í Kópavogi
http://www.vimulausaeska.is/ - Vímulaus æska - Foreldrahús
http://www.barnaheill.is/is/abendingalina/ - Ábendingalína Barnaheilla
Hluti þessara forvarna voru fengnar að láni hjá http://www.vatnsendaskoli.is/forvarnir/ (21.júní 2018)